Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 34

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 34
34 bókasafnið 35. árg. 2011 þær gera rannsakandanum kleift að afla víðtækrar innsýnar í persónuleg sjónarmið og markmið þátttakenda og að draga fram áhrifaþætti sem móta hugsunarhátt og ákvarðanir fólks (Taylor & Bogdan, 1998). Í þessari rannsókn var gagna aflað með opnum, hálfstöðl- uðum viðtölum við átta viðmælendur og með einni þátt- tökuathugun. Val á þátttakendum í rannsókninni miðaðist við að viðkomandi hefði á einhverju tímabili haft lifibrauð sitt af ástundun óhefðbundinna heilsumeðferða og væri aðili að Bandalagi íslenskra græðara.2 Alls tóku sjö græðarar þátt í rannsókninni; tveir höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarar, tveir heilsunuddarar og tveir hómópatar. Auk þess var rætt við hómópata sem kom á fót upplýsingavefsíðu um óhefð- bundnar heilsumeðferðir. Í samanburðarskyni var einnig rætt við einn notanda óhefðbundinna heilsumeðferða. Auk ofan- greindra viðmælenda komu fjórir nafngreindir einstaklingar við sögu sem rannsakandi hitti við þátttökuathugun sem gerð var á heilsusetri. Viðmælendur voru nær eingöngu konur, það er að segja utan eins karlkyns græðara sem rætt var við í þátttökuathug- un. Kynjahlutfallið í rannsókninni endurspeglar þá staðreynd að allflestir græðarar á Íslandi eru konur. Eigindleg rannsóknarhefð byggir á svonefndri aðleiðslu þar sem hlutverk rannsakandans felst í að draga ályktanir af upplýsingum sem gögnin geyma. Í framhaldi af því eru niðurstöður settar fram (Esterberg, 2002). Í byrjun, þegar efni rannsóknarinnar var ákvarðað, var ætlunin að einskorða hana við könnun á upplýsingahegðun græðara. Við greiningu rannsóknargagna kom auk þess ýmislegt í ljós sem varðaði upplýsingaþarfir og upplýsingaleit viðmælenda áður en þeir gerðust græðarar. Í kjölfarið var ákveðið að bæta við um- fjöllun um upplýsingahegðun þátttakenda á meðan þeir voru enn í sporum áhugafólks um óhefðbundnar heilsumeðferðir. Þar með gáfu niðurstöðurnar innsýn í sjónarmið bæði græð- ara og notenda óhefðbundinna heilsumeðferða. Það ber að hafa í huga að niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla vitanlega aðeins sjónarhól fáeinna einstaklinga og því ber að forðast að draga almennar ályktanir af þeim. Samt sem áður eru niðurstöður lýsandi fyrir skoðanir þátt- takenda og gefa vísbendingar um stöðu mála. Upplýsingaþarfir Fimm af átta viðmælendum greindu frá því að áhugi þeirra á óhefðbundnum heilsumeðferðum hafi kviknað þegar traust þeirra á opinbera heilbrigðiskerfinu beið hnekki. Í rösklega helmingi tilvika tókst ekki að ráða bót á heilsukvillum sem viðmælendur eða börn þeirra áttu við að etja með hefðbund- um læknismeðferðum. Í máli viðmælenda kom einnig fram að úrræða- og skilningsleysi sem þeir upplifðu af hálfu lækna og hjúkrunarfólks átti þátt í að þeir leituðu á náðir óhefðbund- inna meðferðaraðila. Sem dæmi um slíkt fundu tveir þeirra til vanmáttarkenndar þegar þeim var vísað frá einum lækni til annars, án árangurs. Í tveimur tilvikum þóttu svör lækna mis- vísandi og stöku sinnum voru umkvartanir viðmælenda ekki teknar trúanlegar. Tvær kvennanna urðu fyrir vonbrigðum með harkalega framkomu heilbrigðisstarfsfólks í sinn garð þegar þær létu í ljós efasemdir um gagnsemi bólusetninga. Það voru ekki einungis vonbrigði með þjónustu heil- brigðiskerfisins sem ollu því að viðmælendur beindu sjónum að óhefðbundnum heilsumeðferðum. Í máli eins viðmælenda kom fram að hann hafi ávallt verið fullur efasemda um óskeik- ulleika ríkjandi gilda og stofnana. Sú sannfæring birtist meðal annars í áhuga hans á svokölluðum hjávísindum eða fræðum sem falla ekki að kenningum viðurkenndra vísinda. Ennfrem- ur sögðu þrír viðmælenda að áhugi þeirra á óhefðbundnum heilsumeðferðum hafi vaknað samhliða því að þeir tileinkuðu sér hugmyndir og lífstíl sem miðaði að því að lifa í takt við náttúruna. Loks ber að nefna að þrír viðmælenda töldu að 2. Græðarar tilheyra starfsstétt sem veitir heilsumeðferðir sem eru oftast nefndar óhefðbundnar eða heildrænar. Samkvæmt lögum nr. 34/2005 er fé- lögum í Bandalagi íslenskra græðara heimilt að nota auðkennið græðari auk fagheitis. Skilyrði fyrir aðild að Bandalagi íslenskra græðara er að með- ferðaraðili fullnægi menntunar- og hæfniskröfum fagfélags sem hann tilheyrir. Þær kröfur eru breytilegar eftir einstökum fagfélögum. Níu fagfélög eru aðilar að Bandalagi íslenskra græðara; Aromatherapyfélag Íslands, CranioSacralfélag Íslands, Cranio, félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, Félag lithimnufræðinga, Organon, fagfélag hómópata, Svæðameðferðafélag Íslands, Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi og Shiatsufélag Ís- lands (Bandalag íslenskra græðara, 2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.