Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Side 3

Bókasafnið - 01.06.2011, Side 3
bókasafnið 35. árg. 2011 Landskerfi bókasafna hf. www.landskerfi.is gegnir.is er vefviðmót bókasafnskerfis sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna. Í samskránni eru einkum bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlistarefni og myndefni. Allar prentaðar íslenskar bækur og íslensk tímarit eru skráð í gegnir.is. Kerfið veitir aðgang að upplýsingum um safnkost flestra bókasafna landsins, auk þess sem margvísleg þjónusta er í boði fyrir notendur. Efnisy rlit 4 Baldur Sigurðsson Ritver og bókasafn – ást við fyrstu sýn? 9 Eva Ósk Ármannsdóttir Upplýsingaarkitektúr. Þú getur ekki notað það sem þú finnur ekki 17 Bragi Þorgrímur Ólafsson Lakasta bók Íslandssögunnar? Af ritdómi Jóns Sigurðssonar forseta 1844 22 Sigrún Klara Hannesdóttir Á leið til fagstéttar. Bókavarðafélag Íslands 50 ára 28 Sigrún Klara Hannesdóttir Það var jafnvel svolítill söknuður að fleygja allri spjaldskránni... Viðtal við Huldu Sigfúsdóttur 31 Kolbrún Björk Sveinsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir Sögupokar til að efla tengsl og örva ímyndunarafl 33 Steinvör Haraldsdóttir Upplýsingahegðun og óhefðbundnar heilsumeðferðir. Ritrýnd grein 40 Sólveig Þorsteinsdóttir Niðurskurður hjá Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Áhrif á vísindavirkni og klínískt starf á Landspítalanum 45 Guðrún Hannesdóttir Aðföng. Ljóð Frá ritstjóra Í þessu hefti Bókasafnsins eru nokkrar greinar undir fyrirsögninni Bókasöfnin og kreppan. Óneitanlega hefur samdráttur undanfarinna ára haft áhrif á starfsemi bókasafna. Hér er ekki um skipulagða rannsókn að ræða, en í einni grein er þó sagt ítarlega frá því hvernig kreppan hefur haft áhrif á starfsemi Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítalans. Og vissulega hefur kreppan líka áhrif á þetta rit, áskrifendum hefur fækkað og auglýsingar eru vandfengnari. En óþarft er að berja lóminn. Við höfum ekki þurft að kreista út ritsmíðar, þvert á móti komst ekki allt það efni fyrir sem ritnefnd stóð til boða. Blaðið þyrfti því að stækka, og reyndar hefur það löngum verið stærra en nú er, en það kostar líka meira. Almennt er ekki verið að berja lóminn á sviði bókasafna og upplýsingafræða, þvert á móti lifum við spennandi tíma, að sönnu nokkuð ógnandi í bland, en til þess eru ógnir að mæta þeim. Miklar umræður eru á þessum vettvangi og má þar til dæmis nefna viðbrögð bókasafna við hinni rafrænu þróun, sem er í senn ógnandi og gefur líka fyrirheit um nýja möguleika: er hin efnislega bók að hverfa, leysast upp í raf- eindir, eru gælur fi ngurs við pappír að víkja fyrir köldum tökkum eða snertiskjá? Eru mannleg samskipti að breytast í rafboð, lyktarlausan sýndarveruleika? Nokkur íslensk almenningsbókasöfn eru í samvinnu við bókasöfn á hinum Norðurlöndunum farin að spá í „næsta bókasafn“ og þar er horft bæði til hinnar rafrænu byltingar og menningarlegs og félagslegs hlutverks bókasafnins. Efni bókasafnins er ekki bara að leysast upp í rafbylgjur, suður á Reykjanesi fá börnin sögur í poka. „Frá bókasafni til samfélags-/menningarhúss“ var heiti á námskeiði á vegum Upplýsingar í vetur og í vor var viðfangsefni eins Morgunkorns Upplýsingar ímynd bókasafns- og upplýsingafræðinga og bókavarða. Í grein í tilefni 50 ára afmælis Bókavarðafélags Íslands er vikið að þróun bókavarða til fagstéttar en í annarri grein er meðal annars fj allað um starfsheitið „upplýsingaarkitekt“. Hulda Sigfúsdóttir rifj ar upp í viðtali þegar spjaldskrá Borgarbókasafns var hent og annars staðar er fj allað um registur yfi r Landsbókasafns Íslands frá miðri 19. öld og má segja að langur vegur sé milli þess og Gegnis nútímans. Skipulag upplýsinganna er mikilvægt sem og tæknin til að leita og hversu opinn aðgangurinn er. En hvað um þann sem leitar upplýsinga og vinnur úr þeim? Um það er fj allað annars vegar í grein um ritver og bókasöfn og hins vegar í fyrstu ritrýndu grein Bókasafnsins, grein um upplýsingahegðun græðara. Frá og með þessu hefti birtir Bókasafnið ritrýndar greinar í bland við aðrar. Einar Ólafsson Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lyngási 18 | 210 Garðabæ | Sími 864 6220 | Netfang: upplysing@upplysing.is Veff ang: www.upplysing.is Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja Forsíðumyndin er bútasaumsteppi eftir Sigurbjörgu Júlíusdóttur, fyrrverandi bókavörð í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Gerðubergi. Í Gerðubergi var öfl ugur bútasaumshópur um margra ára skeið og var Sigurbjörg mjög virk í honum. Um þessa starfsemi var fj allað í 19. árgangi Bókasafnsins árið 1995. Ljósmyndirnar í teppinu eru annars vegar af móður listakonunnar, Hildi Þorfi nnsdóttur, og vinkonu hennar, Hönnu Karlsdóttur, og hins vegar af ömmu listakonunnar, Steinunni Egilsdóttur. Bókasafnið • 35. árgangur júní 2011 • ISSN 0257-6775 46 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Áhrif kreppunnar í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni 47 Guðbjörg Garðarsdóttir Skólasöfn á erfiðum tímum 48 Eyrún Ýr Tryggvadóttir Sá sem á garð og bókasafn þarfnast einskis frekar. Hugleiðingar um mikilvægi bókasafna 49 Áslaug Agnarsdóttir Skemman og Opinn aðgangur 54 Þórhallur Þórhallsson Tvö ljóð 55 Bækur og líf 58 Hólmkell Hreinsson Minning þriggja bókavarða 60 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Minning: Finnbogi Guðmundsson 1924-2011 61 Afgreiðslutími safna 66 Höfundar efnis Ritnefnd: Einar Ólafsson, ritstjóri – bokasafnid.timarit@gmail.com Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri – kingunnar@gmail.com Sigurborg B. Ólafsdóttir, ritari – sigurborg@internet.is Hallfríður Hr. Kristjánsdóttir, – hallfridurk@landsbokasafn.is Áslaug Óttarsdóttir – aslaugo@hi.is Kristína Benedikz – krist@hi.is Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA)

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.