Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 30

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 30
30 bókasafnið 35. árg. 2011 og gegndi embætti borgarbókavarðar stuttan tíma eftir að Snorri Hjartarson hætti og áður en Eiríkur Hreinn Finnboga- son tók við árið 1966. Fyrsti vísir að upplýsingaþjónustu varð til á þessum fyrstu árum Huldu með því að skrifaðar voru niður í möppu tilvís- anir í heimildir sem skólafólk gæti notað við ritgerðasmíð. Þetta kom sér oft vel því lítið var til af skrám og efnisorða- lyklum tímarita. Á þessum árum var einnig gerð flokkuð skrá yfir bókakost safnsins. Gerður var efnisorðalykill við skrána og nýttist þessi skrá vel í upplýsingaþjónustunni sem þá var verið að koma á fót í útlánadeildinni. Elísabet Halldórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir unnu þetta verk að hluta til sem lokaverkefni í bókasafnsfræðinni við Háskóla Íslands en verkið var strax nýtt í Borgarbókasafninu. Ekki var nein samvinna milli almenningsbókasafna og rannsóknarbókasafna, hvorki um tölvukerfi, um þróun efnis- orða á íslensku né annað. Svo einkennilegt sem það var virtust þetta tveir aðskildir heimar sem ekki studdu hvor annan á nokkurn hátt. Bókavarðafélagið og flokkunarnefndin Bókavarðafélag Íslands var stofnað 1960 og var Hulda einn af stofnendum þess. Stofnfundurinn var haldinn í Hafnarfirði og var Guðmundur G. Hagalín einn af helstu hvatamönnunum að stofnun félagsins. „Það var sérstakt að halda fundinn í safninu hennar Önnu Guðmundsdóttur í Hafnarfirði og okkur þótti safnið ákaflega fínt,“ segir Hulda. Stofnfélagarnir voru nálægt 40 þar af átta konur, allar úr almenningsbókasöfnum. „Stemningin var góð á stofnfundinum en mér fannst þetta ekkert merkilegt, meira bara sjálfsagt.“ Eitt af því fyrsta sem Bókavarðafélagið beitti sér fyrir var að setja á laggirnar flokkunarnefnd til að þýða og aðlaga Dewey- kerfið að íslenskum aðstæðum. Í flokkunarnefndinni voru Björn Sigfússon, háskólabókavörður, Ólafur Hjartar af Lands- bókasafni, Anna Guðmundsdóttir yfirbókavörður á Bókasafni Hafnarfjarðar og Hulda. „Björn Sigfússon var upphaflega formaður flokkunarnefndarinnar. Hann var stórmerkilegur maður. Hann hlustaði alltaf á rök og var oft snöggur að fallast á þau, þótt hann hefði áður haft aðra skoðun og var fyrstur manna til að meta það sem fram var lagt. Hann var minnugur og fróður og það var sko ýmislegt sem bar á góma í þessari flokkunarvinnu, sem var bráðskemmtileg.“ Mikil vinna var lögð í þessa útgáfu en þegar átti að gefa ritið út urðu miklar deilur út af því í hvaða formi þessi bók ætti að vera. „Við í nefndinni vildum að bókin yrði prentuð, en tveir úr stjórn Bókavarðafélagsins kröfðust þess að kerfið yrði gefið út ódýrt í lausblaðaformi. Niðurstaðan var samt sú að flokkunarkerfið var gefið út prentað á vegum Bókafulltrúa ríkisins árið 1970. Þetta varð svo mikið hitamál að þessir tveir gengu úr stjórninni í mótmælaskyni.“ Horft um öxl Fyrir utan þrjú ár við nám og störf við Statens biblioteksskole og Deichmanske bibliotek í Osló starfaði Hulda alla sína starfs- ævi við flokkun og skráningu í Borgarbókasafninu. Þegar hún er spurð hvað henni finnist hafa verið merkilegast á starfsferl- inum er hún fljót að svara að það sé tölvuvæðingin. „Gríðarleg vinna var við gerð spjaldskrárinnar. Við fórum í leiðangra úr skráningardeildinni til að raða spjöldum inn í skrár útibúanna. Okkur fannst mikil framför þegar við fengum spjaldafjölritara svo hægt var að fjölga spjöldunum en þurfa ekki að vélrita þau endalaust upp. Vinnan við spjaldskrárnar var gríðarlega mikil og tímafrek og það urðu mikil straumhvörf þegar tölv- urnar tóku við og hægt var að leggja af alla þessa spjalda- vinnu. Aldrei hefði verið hægt að ímynda sér í upphafi að hægt yrði að henda allri spjaldskránni og allri þeirri vinnu sem fór í að byggja upp skrárnar. Það var jafnvel svolítil eftirsjá í því að fleygja allri þessari vinnu, en svona er tæknin.“ Hulda lét af störfum við Borgarbókasafnið 1. maí 1999 og voru þá liðin 50 ár frá því hún hóf þar fyrst störf. Abstract It was almost sad to see the card catalogue disappear Hulda Sigfúsdóttir was the first Icelandic woman to study li- brarianship. She got her degree from Statens bibliotekskole (Norwegian Library School) in Oslo, Norway where she stu- died 1952-1953. Before that she had worked at the Reykjavik Public Library for a year and in the Deichmanske bibliotek (Oslo Public Library) another year but the entrance require- ments for the Library School in those days were two years of practicum before being accepted into the year-long studies. After her studies Hulda returned to Iceland and became one of the key persons in Technical Services for the Reykjavik Pu- blic Library creating the card catalogue for the Main Library and all the branches. Hulda was one of the founders of the Icelandic Library Association (Bókavarðafélag Íslands) in 1960 and she was also a member of a three-person committee that created the first Icelandic version of an abridged version of the Dewey Classification System in 1970. She retired in 1999 and that year there were 50 years from the time she had star- ted working in the Reykjavik Public Library. Starfsfólk Borgarbókasafns í janúar 1954. Frá vinstri Páll Jónsson, Kristín Bjarnadóttir, Lára Pálsdóttir, Snorri Hjartarson, Hulda Sigrús­ dóttir, Katrín Magnúsdóttir og Herborg Gestsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.