Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 22
22 Í desember 2010 voru 50 ár liðin frá því Bókavarðafélag Íslands var stofnað. Hér verður lítillega fjallað um skilgreiningar á fag- stétt, sagt frá elstu félögum bókavarða og skoðað hvernig ná- grannaþjóðirnar skipulögðu sín fagfélög. Síðan verður skoðað hvernig stofnun Bókavarðafélagsins fellur inn í skilgreiningu um fagstétt og hvaða viðfangsefni Bókavarðafélagið setti á oddinn á fyrstu 10 árum starfsemi sinnar og hver voru helstu baráttumál þess fólks sem vann í bókasöfnum á Íslandi fyrir 50 árum. Frá starfsstétt til fagstéttar Bókavarðastéttin er ekki gömul í mannkynssögunni þótt bókasöfn séu með elstu stofnunum hvers samfélags. Lengi vel voru það lærðir menn og sérfræðingar ýmiss konar sem taldir voru best hæfir til starfa við bókasöfn. Rökin voru þau að þeir þekktu alla þá þekkingu sem í ritum var fólgin og sem geymd var í viðkomandi safni. Eftir miðja síðustu öld var mikið rætt um stöðu fagstétta innan margra greina þar sem menntun og fagleg vinna var að aukast. Þar með hófust tilraunir til að skilgreina hvað þyrfti til að venjuleg starfsstétt gæti orðið að fagstétt og voru bókaverðir meðal þeirra sem fundu þessa þörf. Í tilraunum til að skilgreina fagstétt má finna nokkur mismunandi atriði en þessar skilgreiningar eru þó nokkuð samhljóma. Fagstétt hefur verið skilgreind sem stétt sem sinnir starfi sem byggist á sérhæfðri þekkingu á ákveðnu, takmörkuðu sviði og krefst akademísks undirbúnings. Fagleg störf kalla á vinnubrögð sem grundvallast á kerfisbundinni þekkingu og færni. Í bók sinni Introduction to Librarianship1 frá 1976 telur höf- undur, Jean Key Gates, upp sex þætti sem séu grundvöllur að skilgreiningu á fagstétt: 1) kerfisbundin hugmyndafræði, 2) sérhæfing, 3) viðurkenning samfélagsins, 4) siðareglur, 5) faglegt umhverfi og 6) skilgreint þjónustuhlutverk. Á Wi- kipediu má finna svipaða skilgreiningu þótt uppröðunin sé nokkuð önnur, það er skilgreind menntun og prófgráða, sam- eiginleg hugmyndafræði, fagfélög, afmörkuð og lokuð stétt, lögverndun og siðareglur.2 Í báðum þessum skilgreiningum eru fagfélög talin sem ein af kjarnastoðum í þeirri viðleitni að auka fagmennsku í störfum. Því er ekki úr vegi að skoða stofnun elstu bókavarða- félaganna og bókavarðafélaga í nágrannalöndum okkar. Melvil Dewey og stofnun American Library Association 1876 Við skoðun á þróun frá almennu bókavarðastarfi yfir í fagstétt á alþjóðavettvangi koma til mörg þekkt nöfn. Þó er á engan hallað þótt Melvil Dewey sé hér fyrst nefndur, en hann fæddist 1851 í New York í Bandaríkj- unum. Hann er best þekktur fyrir flokkunarkerfi hans sem út kom árið 1876 og notað er víða um heim. Kerfið hlaut fádæma vinsældir strax og það kom út vegna þess hve einfalt það var í notkun. Ekki verður ferill Dewey rakinn hér en aðeins minnst á þátt hans í því að stofna elsta bókavarðafélag í heimi, Amer- ican Library Association. Fyrst var gerð tilraun til að stofna til félagsskapar bókavarða í Bandaríkjunum árið 1853 þegar Sigrún Klara Hannesdóttir Melvil Dewey, einn af stofn­ endum American Library Association. Á leið til fagstéttar Bókavarðafélag Íslands 50 ára 1. Gates, Jean Key: Introduction to Librarianship. New York, McGraw Hill, 1976. 2. http://en.wikipedia.org/wiki/profession
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.