Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 58

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 58
58 bókasafnið 35. árg. 2011 Ljúft er mér og skylt að minnast þriggja látinna bókavarða við Amtsbókasafnið á Akureyri, þeirra Hólmfríðar Jónsdóttur, Harðar Jóhannssonar og Petrínu Þ. Eldjárn. Öll störfuðu þau við útlánadeild safnsins á seinni hluta síð- ustu aldar, á þeim tíma þegar spjaldskráin var í fullu gildi og helstu hjálpartæki bókavarðarins voru ritvélin, myndavélin, stimpillinn og lesvélin. Hólmfríður var þeirra elst, fædd 4. febrúar 1921 á Ystafelli í Köldukinn. Hún var Þingeyingur í húð og hár, alin upp við þingeyska bændamenningu og giftist þar að auki sveitunga sínum, Árna Kristjánssyni frá Finnsstöðum sem var kennari við Menntaskólann á Akureyri og síðar héraðsskjalavörður og amtsbókavörður á Akureyri. Hólmfríður lauk prófi frá Hér- aðsskólanum á Reykjum árið 1938 og síðar Samvinnuskóla- prófi árið 1941. Hún hóf störf á Amtsbókasafninu árið 1971, í hlutastarfi hin fyrstu ár en síðar í fullri vinnu þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir um áramótin 1991-1992. Hólmfríður lést 11. október 2008. Næst í röðinni var Petrína Soff ía Þórarinsdóttir Eldjárn. Hún fæddist á Tjörn í Svarfaðardal 17. febrúar árið 1922. Hafi Hólm- fríður verið Þingeyingur var Petrína Svarfdælingur alla tíð, þó svo að hún hafi búið á Akureyri mestan hluta ævi sinnar. Hún var alin upp á menningarheimilinu Tjörn og stundaði síðar nám við gagnfræðadeild MA og Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafi rði. Árið 1945 giftist Petrína Stefáni Árnasyni og stofn- aði með honum heimili á Akureyri. Hún kom til starfa á Amts- bókasafninu árið 1975 og starfaði þar uns hún fór á eftirlaun í árslok 1992. Petrína lést 19. júlí 2003. Yngstur þeirra þriggja var svo Hörður Jóhannsson. Hann var fæddur á Syðra-Laugalandi í Eyjafi rði 13. apríl 1929. Hann ólst upp í foreldrahúsum og stundaði bústörf á Garðsá til árs- ins 1966 er hann fl utti til Akureyrar, að undanteknu námsári við Íþróttaskólann í Haukadal 1954-1955. Árið 1965 kvæntist hann Sigríði Margréti Hreiðarsdóttur. Árið 1968 réðst hann til starfa við Amtsbókasafnið á Akureyri og starfaði þar til ársins 1996, fyrst sem almennur bókavörður en sem deildarstjóri útlánadeildar frá 1971. Hörður lést 22. janúar 2010. Ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur voru þessi þrjú framvarðar- sveit og fótgönguliðar útlánadeildar Amtsbókasafnsins um árabil. Þau voru á margan hátt ólík og í því lá styrkur þeirra. Hólmfríður var örgeðja og eldhugi. Hún tók þátt í félags- málum, bæði í Kvenfélaginu Hlíf og ekki síður í stjórnmálabar- áttu Kvennalistans. Það sópaði að henni þar sem hún lét til sín taka og það átti við um neðri hæðina á Amtsbókasafninu sem og aðra velli sem hún haslaði sér. Petrína fór sér hægar. Hún var ábyrgðin og traustið holdi klætt. Áhugamanneskja um listir og menningu og velferð og vellíðan starfsmanna og gesta. Hún var söngvin og eyddi tómstundum sínum í söng með Kór Akureyrarkirkju, Söng- félaginu Gígjunni og efl aust fl eirum. Hörður var síðan fremstur meðal jafningja, deildarstjóri útlánadeildarinnar. Hans áhugamál voru bækurnar. Þær áttu hug hans allan. Hann þekkti þær allar og hafði lesið þær fl est- ar. Allavega þær sem fj ölluðu um sögu og þjóðlegan fróðleik. Helst að hann hefði horn í síðu matreiðslubóka. Hann var natinn að gera við og laga löskuð eintök og ljósritunarvélin fannst honum þörf uppfi nning, því þá mátti bæta bilaðar bækur með ljósritum og til að gera síðurnar blakkar notaði hann ýmis brögð. Á yngri árum var hann liðtækur frjáls- íþróttamaður og enn fór hann milli hæða á safninu í þrístökki án atrennu, eða kannski fi mm skrefum, allavega ekki fl eiri en sex. Á þessum árum var þröngt um ýmsa starfsemi á Amts- bókasafninu. Þannig var kaffi stofa starfsmanna allt í senn: vinnuherbergi, fl okkunarborð og starfsmannarými. Ævinlega var heitt á könnunni og svo var sérstakur kaffi tími klukkan fj ögur. Hörður drakk reyndar te og hafði hunang útí sem var keypt í lítravís í kaupfélagsbúðinni í Brekkugötu 1. Þá voru engar takmarkanir á reykingum innandyra og var því stund- um ansi lágskýjað í kaffi stofunni eða vinnuherberginu. Herði, Fríðu og Petrínu fylgdu oft gestir í kaffi . Fríða kom með sitt fólk, sem gátu verið Þingeyingar í kaupstað, brott- fl uttir Þingeyingar, Kvennalistakonur og aðrir vinir og vanda- menn. Til Petrínu kom fj ölskylda hennar úr Svarfaðardalnum og að sunnan og Hörður kom með Steindór frá Hlöðum og Minning Minning þriggja bókavarða Hólmfríður Jónsdóttir 1921-2008 Petrína Soff ía Þórarinsdóttir Eldjárn 1922-2003 Hörður Jóhannsson 1929-2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.