Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 51

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 51
51 bókasafnið 35. árg. 2011 Tölfræði fyrir Háskóla Íslands Við tölfræðivinnsluna voru notaðir útskriftarlistar frá síðast- liðnum vetri,12 en Háskóli Íslands brautskráir nemendur þrisv- ar á ári, í október, febrúar og júní. Tölur miðast við fj ölda nem- enda sem skiluðu inn ritgerð en ekki fj ölda ritgerða. Stundum eru fl eiri en einn höfundur að ritgerð. Nemendum á útskriftar- listunum var fl ett upp í Skemmunni, athugað hvort skil hefðu átt sér stað og hvort ritgerðin væri opin eða lokuð. Talsvert margir nemar skila ekki ritgerð (t.d. nemendur í diplómanámi og nemendur í grunnnámi í verkfræði) og voru þeir því ekki taldir með. Í sumum greinum í grunnnámi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði hafa nemendur val um skil og voru þeir taldir með. Þess ber að geta að talning fór að mestu leyti fram sumarið og haustið 2010. Síðan hafa nokkrir nemendur beðið um breyttan aðgang að ritgerð sinni; fl estir hafa beðið um lokun en örfáir hafa viljað opna aðganginn. Mynd 1. H.Í. 2009-2010 – hlutfall heildarskila í okt., feb. og júní og hlutfall ritgerða í opnum aðgangi. Á mynd 1 má sjá að skil jukust jafnt og þétt úr 81% í október 2009 upp í 93% í júní 2010. Hlutfall ritgerða í opnum aðgangi jókst einnig lítillega. Nokkur munur er á milli sviða og enn meiri munur á milli deilda innan sviða, bæði hvað varðar skil og hlutfall opins aðgangs og verður hvert svið skoðað nánar hér á eftir. Ef skipting á milli grunnnáms og meistaranáms þeirra sem útskrifuðust í júní 2010 er skoðuð óháð sviði kemur í ljós að skil voru svipuð eða annars vegar 93% (grunnám) og hins vegar 94% (meistaranám). Fleiri nemendur í grunnnámi völdu opinn aðgang (73%) heldur en nemendur í framhalds- námi (65%). 27% þeirra sem útskrifuðust í júní voru meistara- nemar en 73% útskrifuðust úr grunnnámi. Samanburður milli sviða Bæði í október og febrúar voru skil best á Menntavísindasviði. Í júní voru aftur á móti Félagsvísindasvið og Heilbrigðis- vísindasvið með hæstu skilaprósentuna (sjá mynd 2). Hvað varðar opinn aðgang er hann misjafn eftir útskriftum og erfi tt að koma auga á einhverja reglu þar (sjá mynd 3). Til dæmis var Verkfræði- og náttúruvísindasvið með hátt hlutfall ritgerða í opnum aðgangi bæði í október og febrúar en talsvert lægra hlutfall í júní. Hugvísindasvið var með hærra hlutfall í febrúar en í október en lækkaði svo aftur í júní. Heilbrigðisvísindasvið var aftur á móti með lægra hlutfall í febrúar en hækkaði tals- vert í júní. Menntavísindasvið hækkaði sitt hlutfall talsvert eft- ir því sem leið á veturinn en Félagsvísindasvið minnkaði sitt hlutfall lítillega. Sama má segja ef opinn aðgangur er borinn saman í deildum innan sviða og er mikill munur þar enda afar mismunandi námsframboð innan fl estra sviða. Mynd 2. Hlutfall skila nemenda við H.Í. í Skemmuna 2009-2010. Samanburður milli sviða. Mynd 3. Opinn að gangur að ritgerðum nemenda við H.Í. í Skemmunni 2009-2010. Samanburður milli sviða. Opinn aðgangur eftir deildum Nú verður opinn aðgangur hjá hverri deild skoðaður nánar. Tölfræðiúrvinnsla miðast hér eftir fyrst og fremst við út- skriftina í júní 2010 en hún var langfj ölmennust að vanda. Innan sviga er fj öldi útskrifaðra nemenda sem skiluðu ritgerð í Skemmuna. 12. Brautskráning kandídata 24. október 2009, 27. febrúar 2010 og laugardaginn 12. júní 2010. Sótt 30. desember 2010 á http://www.hi.is/skolinn/ brautskraning_kandidata_24_oktober_2009, http://www.hi.is/skolinn/brautskraning_kandidata_27_febrúar_2010 og http://www.hi.is/skol- inn/brautskraning_kandidata_laugardaginn_12_juni_2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.