Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 49

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 49
49 Með hugtakinu „opinn aðgangur“ er átt við það að afrakstur vísindastarfs, sem kostaður er af opinberu fé, sé aðgengilegur öllum á veraldarvefnum. Þar er fyrst og fremst um að ræða rannsóknir sem unnar eru af fræðimönnum og sérfræðingum, meðal annars akademískum starfsmönnum háskóla, og þeim sem hljóta styrki úr opinberum rannsóknar- eða samkeppnis- sjóðum. Opinn aðgangur að vísindalegu efni er mikið hags- munamál allra sem stunda einhvers konar rannsóknir eða almenna upplýsingaleit, ekki síst háskóla- og fræðimanna. Helsti tilgangur opins aðgangs er að miðla þekkingu en höf- undarréttur breytist hvorki né skerðist. Það er mikilvægt að háskólar móti sér stefnu um opinn aðgang og oftast vinna há- skólar og háskólabókasöfn saman að því að ná því markmiði. Hugtakið Opinn aðgangur (e. Open access) og hugmynda- fræðin sem því fylgir var mótuð á ráðstefnu sem haldin var í Búdapest í desember 2001. Þar var samþykkt yfirlýsing sem kölluð hefur verið Búdapest-yfirlýsingin (e. The Budapest Open Access Initiative).1 Tæplega 5400 einstaklingar og rúmlega 540 stofnanir hafa skrifað undir samþykktina, meðal annars Harvard háskóli í Bandaríkjunum.2 Tæpum tveimur árum síðar eða í október 2003 var svo samþykkt önnur yfir- lýsing um opinn aðgang að rannsóknarupplýsingum í Berlín, Berlínaryfirlýsingin (e. The Berlin Declaration on Open Access to Scientific Knowledge).3 Í júní 2010 skrifaði Vísinda- og tækniráð undir Berlínaryfirlýsinguna, fyrst íslenskra stofnana. Vísinda- og tækniráð hefur líka tekið afstöðu með opnum aðgangi í stefnu sinni fyrir árin 2010-2012 þar sem segir meðal annars. „Gerðar verði kröfur um að niðurstöður rannsókna sem njóta opinberra styrkja verði birtar í opnum aðgangi og mótuð verði opinber stefna þar að lútandi,“ og „Efnt verði til almennrar vitundarvakningar innan vísinda- og nýsköpunar- samfélagins um mikilvægi opins aðgangs að rannsóknarnið- urstöðum.“ 4 Margir erlendir háskólar hafa mótað stefnu um opinn aðgang að vísindalegum upplýsingum en enn hefur enginn íslenskur háskóli samþykkt slíka stefnu. Í viku opins aðgangs í október síðastliðnum unnu rektorar Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands að sameiginlegri viljayfirlýsingu um mótun stefnu um opinn aðgang en ekki tókst að ganga endanlega frá yfirlýsingunni. Háskóli Íslands hefur ekki skrifað undir þær alþjóðlegu samþykktir sem í boði eru en hefur sett sér það markmið í stefnu sinni fyrir árin 2011- 2016 að móta stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniður- stöðum og lokaverkefnum. 5 Nefndar eru tvær leiðir við útgáfu í opnum aðgangi, „gullna leiðin“ og „græna leiðin“. Gullna leiðin (open access publishing) felur í sér að grein er gefin út í viðurkenndu tímariti í opnum aðgangi. Sumir út- gefendur bjóða upp á þennan möguleika en aðrir taka gjald fyrir að leyfa opinn aðgang að greininni. Kostnaðurinn við birtinguna er oftast greiddur sem hluti af rannsóknarkostnaði af þeim aðilum sem styrktu rannsóknina. Stundum greiða höfundar sjálfir kostnaðinn. Ef græna leiðin (open access repository) er farin er greinin gefin út í opnum aðgangi í varðveislusafni sem oftast er rekið Áslaug Agnarsdóttir Skemman og Opinn aðgangur 1. Budapest Open Access Initiative. Sótt 30. desember 2010 á http://www.soros.org/openaccess 2. Budapest Open Access Initiative. Signatures. Sótt 30. desember 2010 á http://www.soros.org/openaccess/view.cfm 3. Berlin Declaration on Open Access to Knowledge in the Sciences and Humanities. Sótt 30. desember á http://oa.mpg.de/lang/en-uk/berlin- prozess/berliner-erklarung/ 4. Byggt á styrkum stoðum. Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012, bls. 18. Sótt 30. desember 2010 á http://www.vt.is/files/Stefna_VTR_2010- 2012_198837433.pdf 5. Stefna Háskóla Íslands 2011-2016. (2010). Reykjavík: Háskóli Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.