Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 36

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 36
36 bókasafnið 35. árg. 2011 Upplýsingamiðlun Í viðtölum við græðarana kom fram að upplýsingamiðlun þeirra þjónaði tvenns konar tilgangi. Annars vegar fólst hún í ráðgjöf til einstakra skjólstæðinga og hins vegar þjónaði upplýsingamiðlun því hlutverki að kynna þjónustu græðara á opinberum vettvangi. Í hugum allflestra viðmælenda var upplýsingamiðlun sjálf- sagður þáttur í daglegu starfi þeirra og óaðskiljanlegur hluti samskipta á milli græðara og skjólstæðinga. Upplýsingamiðl- unin fólst einkum í ráðgjöf í tengslum við meðferðir sem skjól- stæðingar gengust undir og átti sér bæði stað í samtölum og í tölvupósti. Þátttakendur töldu að samfara vaxandi áhuga fólks á að axla ábyrgð á eigin heilsufari væri brýnt að græðarar veittu skjólstæðingum traustar upplýsingar. Jafnframt litu viðmæl- endur svo á að hlutverk þeirra fælist ekki eingöngu í því að svara spurningum skjólstæðinga heldur bæri þeim einnig að vekja skjólstæðinga til vitundar um mikilvægi þess að taka fulla ábyrgð á ákvörðunum sem snertu heilsuna. Viðmælendum var einnig tíðrætt um miðlun upplýsinga á opinberum vettvangi. Hún átti sér einkum stað á manna- mótum, á netinu, í fjölmiðlum, í kynningum og í upplýsinga- bæklingum. Á opinberum vettvangi fólst meginmarkmið upplýsingamiðlunar viðmælenda í að auglýsa heilsumeð- ferðir sem þeir veittu. Kynningin fór fram á tvenns konar máta, annars vegar með virkri þátttöku viðmælenda og hins vegar án beinna afskipta þeirra, í formi afspurnar. Græðararnir töldu afspurn og persónulegar reynslusögur fólks af óhefð- bundnum heilsumeðferðum áhrifamestu kynningarleiðina. Að mati flestra viðmælenda kom netið einnig að góðu gagni við að koma upplýsingum um óhefðbundnar heilsumeðferðir á framfæri. Allflestir viðmælendur álitu fjölmiðla vel til þess fallna að koma upplýsingum um óhefðbundnar heilsumeðferðir á framfæri. Einn þátttakenda sem hafði sjálfur skrifað greinar í dagblöð, taldi mikilvægt að gæta varkárni í umgengi við fjölmiðla, þar eð þeim hætti til þess að afbaka upplýsingar og sýndu neikvæðri umfjöllun um óhefðbundnar heilsu- meðferðir mestan áhuga. Annar viðmælandi var á öndverðu meiði. Hann taldi hvers kyns umtal af hinu góða því að sam- kvæmt reynslu hans hafði neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um meðferðategund sem hann veitti, vakið athygli á störfum hans og hafði aukna aðsókn í för með sér. Á heildina litið fólst megintilgangur upplýsingamiðlunar græðara, hvort sem hún átti sér stað á milli græðara og skjól- stæðings eða á opinberum vettvangi, í því að koma áreiðan- legum upplýsingum varðandi óhefðbundnar heilsumeðferðir á framfæri. Í máli þriggja græðara kom auk þess skýrt fram að það var þeim mikið hugsjónamál að fræða fólk um óhefð- bundnar heilsumeðferðir. Áhrifaþættir á upplýsingahegðun Hér á undan hefur verið gerð grein fyrir ferlinu sem hegðun viðmælenda fylgdi í leit og miðlun að upplýsingum. Af því má ráða að fyrir tilstilli tilviljunar sem og ríkrar innri sannfæringar viðmælenda um að þeir hefðu fundið þörfum sínum farveg, tóku þeir ákvörðun um að hefja markvissa leit að frekari upp- lýsingum um óhefðbundnar heilsumeðferðir. Það mátti greina tvo meginþætti sem höfðu áhrif á mark- vissa upplýsingaleit og upplýsingamiðlun viðmælenda. Annars vegar voru það einstaklingsbundnir eiginleikar og sjónarmið viðmælenda og hins vegar aðstæður sem ríktu í umhverfi þeirra. Áhrifaþættir á upplýsingahegðun sem áttu rætur að rekja til persónulegra eiginleika birtust í fyrsta lagi í því hvernig viðmælendur mátu áreiðanleika upplýsinga. Almennt mátu viðmælendur gæði upplýsinga meira ef þær voru í takt við fyrri þekkingu þeirra og samræmdust viðurkenndum kenn- ingum fræðanna. Auk þess réð persónuleg reynsla og ekki síst innri sannfæring, sem einn viðmælanda kallaði: „minn sann- leikur“ miklu um það hvort þátttakendur töldu upplýsingum treystandi. Annars konar persónubundinn áhrifaþáttur fólst í við- brögðum þátttakenda við ofgnótt upplýsinga á netinu, í fjöl- miðlum og víðar. Oftast olli hún minniháttar truflun og pirr- ingi meðal viðmælenda. Í einu tilviki brást viðmælandi við því sem hann kallaði innihaldsrýrt upplýsingaflóð netsins með því að sniðganga netið alfarið. Í máli fimm þátttakenda kom fram sannfæring þeirra um að forsjónin gegndi mikilvægu hlutverki í upplýsingaleit. Þeir sögðust oftsinnis hafa upplifað að nauðsynlegar upplýsingar hafi rekið á fjörur þeirra af einskærri tilviljun. Þeir voru sann- færðir um að þar hafi forsjónin gripið inn í gang mála og fyrir tilverknað hennar hafi réttar upplýsingar borist þeim á háréttu augnabliki. Helstu utanaðkomandi aðstæður sem höfðu áhrif á upp- lýsingahegðun þátttakenda og hvöttu þá til þess að afla upp- lýsinga var gott aðgengi að upplýsingum á netinu og fjöldi námskeiða og funda sem bauðst um málefni á sviði óhefð- bundinna heilsumeðferða. Á hinn bóginn leiddi rannsóknin í ljós að ótti við gagnrýni af hálfu almennings og heilbrigðisstarfsfólks takmarkaði upp- lýsingaleit og upplýsingamiðlun þátttakenda. Það lýsti sér í því að að þátttakendur fóru gætilega í allri umræðu um störf græðara. Í tveimur tilvikum treystu þeir sér ekki til þess að vekja máls á óhefðbundnum heilsumeðferðum ef þeir þekktu ekki afstöðu viðmælenda í garð óhefðbundinna meðferða. Einnig voru tvö önnur dæmi um að reynsla þátttakenda af harkalegum viðbrögðum heilbrigðisstarfsfólks þegar óhefð- bundnar heilsumeðferðir bar á góma hafi leitt til þess að þeir forðuðust alfarið að bera spurningar eða vangaveltur sem tengdust óhefðbundnum heilsumeðferðum undir lækna eða hjúkrunarfræðinga. Loks má geta þess að viðmælendur mættu ekki einungis hindrunum í leit og miðlun upplýsinga í samskiptum við utanaðkomandi aðila. Einn græðari taldi sig skynja tregðu starfsfélaga sinna við að miðla þekkingu til starfssystkina. Ástæðuna rakti hann til samkeppni sem ríkti innan hópsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.