Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 52
52
bókasafnið 35. árg. 2011
Opinn aðgangur eftir deildum
Alls Meistaranám Grunnnám
Lagadeild (89) 24% 24% 23%
Lyfjafræðideild (16) 44% 44% 0
Matvæla- og
næringarfræðideild (2) 50% 50% 0
Guðfræði- og
trúarbragðafræðideild (8) 50% 50% 50%
Viðskiptafræðideild (105) 58% 56% 61%
Íþrótta-, tómstunda- og
þroskaþjálfadeild (99) 63% 67% 63%
Uppeldis- og
menntunarfræðideild (27) 67% 89% 13%
Líf- og
umhverfisvísindadeild (40) 68% 67% 68%
Hagfræðideild (37) 70% 55% 77%
Kennaradeild (251) 71% 92% 69%
Iðnaðarverkfræði-,
vélaverkfræði- og
tölvunarfræðideild (7)
71% 83% 0%
Íslensku- og menningardeild
(58) 72% 50% 77%
Umhverfis- og
byggingarverkfræðideild (4) 75% 75% 0
Læknadeild (30) 77% 69% 82%
Félagsráðgjafardeild (60) 78% 87% 76%
Félags- og mannvísindadeild
(74) 78% 79% 78%
Sálfræðideild (56) 80% 82% 79%
Stjórnmálafræðideild (41) 76% 83% 70%
Sagnfræði- og
heimspekideild (35) 86% 73% 92%
Raunvísindadeild (15) 87% 83% 89%
Jarðvísindadeild (9) 89% 80% 100%
Deild erlendra tungumála,
bókmennta og málvísinda
(39)
90% 100% 89%
Hjúkrunarfræðideild (93) 97% 100% 96%
Rafmagns- og
tölvuverkfræðideild (1) 100% 100% 0
Tafla 1. Opinn aðgangur eftir deildum og námsstigum að ritgerð-
um nemenda sem útskrifuðust í júní 2010 úr Háskóla Íslands.
Í töflu 1 má sjá að fjöldi útskrifaðra nemenda úr hverri deild
er afar mismunandi og þær deildir þar sem flestir nemendur
völdu opinn aðgang að sínum ritgerðum eru ekki á sama
sviði. Innan sviða er víða mikill munur á milli deilda. Fjöldi út-
skrifaðra nemenda er líka afar mismunandi og minna er að
marka hlutfallstölur þegar um fáa nemendur er að ræða.
Það er áberandi að meirihluti nemenda í lagadeild velur
lokaðan aðgang að ritgerð sinni og á það bæði við um nem-
endur í grunnnámi og framhaldsnámi. Nemendur í lyfjafræði
velja sömuleiðis flestir lokaðan aðgang. Í deild erlendra tungu-
mála, bókmennta og málvísinda og hjúkrunarfræðideild velja
aftur á móti langflestir nemendur opinn aðgang.
Félagsvísindasvið
Frá Félagsvísindasviði útskrifuðust hlutfallslega fleiri meist-
aranemar en frá öðrum sviðum. 43% þeirra sem útskrifuðust
í júní voru meistaranemar en 57% útskrifuðust úr grunnnámi.
Innan Félagsvísindasviðs eru sex deildir með ólíku námsfram-
boði. Deildirnar eru félagsráðgjafardeild, hagfræðideild, laga-
deild, stjórnmálafræðideild, viðskiptafræðideild og félags- og
mannvísindadeild.
Í félags- og mannvísindadeild og í félagsráðgjafardeild
voru 78% ritgerða í opnum aðgangi. Í stjórnmálafræðideild
voru 83% ritgerða í opnum aðgangi og í hagfræðideild 70%.
Í viðskiptafræðideild voru 58% ritgerða í opnum aðgangi en
lagadeild skar sig verulega úr. Þar voru einungis 24% ritgerða
í opnum aðgangi og á það bæði við meistaraprófsritgerðir og
ritgerðir í grunnnámi. Á Félagsvísindasviði var því allt frá 24%
upp í 83% ritgerða í opnum aðgangi.
Í félags- og mannvísindadeild eru kenndar fjórar náms-
greinar, bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, þjóð-
fræði og mannfræði. Auk þess er hægt að taka meistarapróf
í blaða- og fréttamennsku, fötlunarfræði, náms- og starfsráð-
gjöf, safnafræði, þróunarfræði o.fl. Í grunnnáminu voru 78%
ritgerða í opnum aðgangi (bókasafns- og upplýsingafræði
67%, félagsfræði 87%, mannfræði 73% og þjóðfræði 86%).
Það er athyglisvert að í bókasafns- og upplýsingafræði sem
hefur heimildaöflun og upplýsingamiðlun að leiðarljósi
skuli hlutfallið vera lægst; aðeins 67% nemenda velja opinn
aðgang að ritgerð sinni á meðan önnur fög deildarinnar eru
með talsvert hærra hlutfall.
Heilbrigðisvísindasvið
Á Heilbrigðisvísindasviði var hlutfall ritgerða í opnum að-
gangi 84%, sem er vel yfir meðallagi. Meistaranemar voru
32% þeirra sem útskrifuðust í júní en nemar í grunnnámi 68%.
Hlutfall meistaranema á Heilbrigðisvísindasviði var næsthæst
af sviðunum á eftir Félagsvísindasviði. Innan Heilbrigðisvís-
indasviðs eru sex deildir: hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild,
læknadeild, matvæla- og næringarfræðideild, sálfræðideild
og tannlæknadeild. Enginn útskrifaðist úr tannlæknadeild.
Fjöldi útskrifaðra er lágur miðaður við önnur svið, nema í
hjúkrunarfræðideild (samtals eru nemar í þessari deild 96 eða
47% nema á öllu sviðinu), og eru hlutfallstölur þess vegna
ekki eins marktækar í öðrum deildum.
Mikill munur var á milli deilda hvað varðar opinn aðgang.
Í lyfjafræðideild skila nemendur eingöngu meistaraprófs-
ritgerðum og voru aðeins 44% ritgerða í opnum aðgangi.
Hjúkrunarfræðideild skar sig nokkuð úr varðandi bæði skil og
opinn aðgang en 97% ritgerða í hjúkrunarfræði voru í opnum
aðgangi, þar af allar ritgerðir meistaranema. Á Heilbrigðis-
vísindasviði var því allt frá 44% upp í 97% ritgerða í opnum
aðgangi.