Reykjalundur - 01.10.1979, Síða 10

Reykjalundur - 01.10.1979, Síða 10
MEÐFERÐ OG ÚRBÆTUR Þeir, sem hafa astma, þarfnast reglulegrar, líkamlegrar áreynslu. í raun og veru þurfa þeir öðrum fremur að „hafa eitthvað til að keyra á“ á slæmum tímum. Astmaveik börn hafa oft svo lélegt líkamlegt þrek, að jafnvel lítilfjörleg áreynsla getur verið þeim ofraun. Það er vel kunnugt, að líkamleg áreynsla getur valdið berkjuþrengslum hjá astmasjúkl- ingum, og í léttari tilfellum geta dálítil and- þrengsli verið eina bendingin um frumsjúk- dóminn. Hjá öðrum getur kornið fram alvar- legur astmi við litla áreynslu. Þetta verður mikil hömlun hjá börnum og unglingum, sem hvorki geta þá tekið þátt á leik jafnaldranna né stundað neins konar líkamlega þjálfun. Líkamleg áreynsla hefir tvenns konar skýr, en andstæð áhrif á lungnastarfsemina hjá astmasjúkum, sem byggist á varanleika og ákefð hinnar líkamlegu áreynslu. Stutt áreynsla (1—2 mínútur) orsakar oft hætta lungnastarf- semi, en afleiðing langvarandi áreynslu (8— 12 mínútur) er minnkandi lungnastarfsemi, oft þannig, að lungnastarfsemin fellur langt niður fyrir hvíldarstarfsemi. Hjá sumum getur fallið komið meðan áreynslan varir, en hjá flestum verður ekkert fall fyrr en eftirá. Ástandið er oftast skammvinnt og þarfnast ekki aðgerða, en getur líka verið mjög óþægi- legt og staðið í 2—3 tíma, nema gripið sé til aðgerða. Auk hinna líkamlegu áhrifa á lungnastarf- semina geta börn með áreynsluframkallaðan astma einnig hlotið sálræn vandamál. Þeim er ýtt til hliðar í félagahópnum í leikjum, geta ekki tekið þátt í hópáreynslu með öðrum börn- urn og gefst lítið eða ekkert tækifæri til að standa sig líkamlega — en slíkt er mjög mik- ilvægt á vissurn þroskastigum hjá börnum og unglingum. Þeim gefast einnig lítil tækifæri til að beita eigin möguleikum, og eru oft of- vernduð í heimilis- og skólaumhverfi. Þetta fær oftast aukna áherzlu við það, að heil- brigðisþjónustufólk mælir oftast með ró og hvíld sem meðferð, í stað þess að hvetja til áreynslu og þjálfunar hæfileikanna, þannig að börnin geti sigrazt á þessari hömlun. Þess kon- ar takmarkanir valda mörgum af þeim félags- legu, sálrænu og tilfinningalegu vandkvæð- um, sem astmabörn eiga oft við að stríða, svo sem lítið sjálfstraust, ótta, þunglyndi, cinangr- unartilfinníngu og aukna þörf fyrir viður- kenningu. Mikið má vinna gegn þessurn neikvæðu áhrifum með skipulagðri og réttri þjálfun. Þeir, sent þjást af áreynsluastma, hagnast á skipulagðri styrktar- og úthaldsþjálfun. Þol- markið itækkar þannig að þeir geta beitt sér frekar í leik og áreynslu, með færri astma- köstum. Umfram allt er mikilvægt að skapa jákvæða afstöðu til líkamlegrar áreynslu. Við stöðuga ósigra og neikvæð atvik kemur eðlilega í ljós, að slík börn líta á líkama sinn sem lítt not- hæfan. Þau þroska enga líkamstilfinningu — „líkaminn er bara eitthvað, sem ég hefi astma í“. Árangurinn verður sá, að börn með astma draga sig í hlé frá öllu, þar sem krafizt er líkamlegrar hæfni og undirstrika þannig hug- myndina um „veikan mann". Mjög mikilvægt er að fullnægja þörfinni á að upplifa sjálfan sig sem félaga í hópi, en astmasjúkir eru annars oft greinilega hinir veikburða, sem standa utanvið hópinn og vilja komast inn. Þeim er oft sleppt við leikfimi og þesS vegna þarf að beita frumuppbyggingu, sem „stökkpair til þátttöku í líkamsæfingum í skólanum, á heimilinu og meðal vina. EFTIRFARANDI ATRIÐI ERU GRUNDVALLARATRIÐI, ÞEGAR VIRKJA ÞARF BÖRN MEÐ ASTMA: 1) Á undan líkamlegri áreynslu er mikilvægt að beita fyrirbyggjandi lyfjum, t. d. úðara eða Lomudal, tekið 5—10 mínútum fyrir áreynslu. 8 REYKJALU N D U R

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.