Reykjalundur - 01.10.1979, Page 14
Á reynslutímanum falla örorkubætur til ör-
yrkjans ekki niður encla þótt Tryggingastofn-
unin taki þátt í launagreiðslum þann tíma,
sbr. 4. gr. Fylgi sérstakur kostnaður reynslu-
tímanum, t. d. vegna námskeiðs, má greiða
uppbót á lííeyri öryrkjans með liliðsjón al
venjulegum reglum um uppbætur.
4. gr.
Að loknum reynslutíma og að jafnaði inn-
an 3 mánaða skal gengið frá vinnusamningi,
sem undirritaður skal af vinnuveitanda og af
jdeildarstjóra lífeyrisdeildar f.h. Trygginga-
stofnunar ríkisins. Öryrkinn áritar samþykki
sitt á samninginn.
Vinnusamningur skal gerður til þriggja ára
og í honum tekið fram, að Tryggingastofnun
endurgreiðir vinnuveitanda 75% af fasta-
kaupi öryrkjans fyrsta árið, 50% annað árið
en 25% hið þriðja. Verði um vaktaálag, bón-
usgreiðslur eða yfirvinnu að ræða, tekur
Tryggingastoínunin ekki þátt í henni, nema
í sérstökum undantekningartilfellum, sem
metin eru af deildarstjóra lífeyrisdeildar
Tryggingastofnunarinnar.
í atvinnusamningi skal greint það starf, sem
öryrkjanum er ætlað að leysa af hendi og
vinnustaður, svo og við livaða taxta eða kjara-
samning kaup skuli miðað.
Auk fastakaupsins og annarra kjara, sem
skal vera það sama og gildandi er á hverjum
tíma milli launþegasamtaka og atvinnurek-
enda í viðkomandi starfsgrein, skal Trygginga-
stofnunin greiða til atvinnurekanda sama lilut-
fall og að framan greinir á öllum launatengd-
um gjöldum, sem atvinnurekandinn greiðir
vegna öryrkjans.
Vinnusamningur er óuppsegjanlegur af
hálfu öryrkjans og Tryggingastofnunar ríkis-
ins á meðan atvinnurekandi stendur við hann.
Af hálfu atvinnurekenda er samningurinn
óuppsegjanlegur nema öryrkinn verði til fram-
búðar ófær um að gegna starfinu að læknis
áliti, staðfestu af tryggingayfirlækni.
5. gr.
Tryggingastofnun ríkisins endurgreiði at-
vinnurekanda hlutfall af launum öryrkjans
skv. 4 gr. gegn framvísun launakvittunar und-
irritaðri af launþega eftir hverja útborgun.
Hlutlallsgreiðslu af launatengdum gjöldum
vegna launþegans endurgreiðir Trygginga-
stofnunin eftir á eftir eitt ár í senn gegn
framvísun kvittana þar að lútandi og afriti
af launaseðlum og tilskyldum gögnum send-
um skattyfirvöldum.
Jafnframt gefur Tryggingastofnun skatt-
yfirvöldum upp endurgreidd vinnulaun til at-
vinnurekenda eftir hvert ár.
6. gr.
Meðan vinnusamningur stendur og Trygg-
ingastofnun greiðir til atvinnurekenda skv. 4.
gr., falla örorkubætur til öryrkjans niður.
Aðrar tengdar bætur frá Tryggingastofnun
ríkisins, svo sem barnalífeyrir, falla ekki nið-
ur nema skv. sérstakri ákvörðun trygginga-
ráðs.
7. gr.
Vinnusamning sanikv. framansögðu má gera
um hluta úr heilsdags starfi. Tryggingastofn-
un greiðir þá sarna hlutfall og í 4. gr. segir
af greiddum launum og launatengdum gjöld-
um. Hálfar örorkubætur falla niður, ef um
liálft starl' er að ræða. Ekki má gera vinnu-
samninga við fleiri en einn atvinnurekanda
í senn um hluta úr starfi.
8. gr.
Komi upp ágreiningur á milli atvinnurek-
anda og öryrkja um framkvæmd vinnusamn-
ings, skal lífeyrisdeild Tryggingastofnunar
ríkisins kynna sér málavöxtu. Heimilt er þá
að rifta samningnum el’ sýnt þykir, að ósant-
konnilag sé milli áðurnefndra aðila í þeim
mæli, að ólíklegt sé, að öryrkinn muni hald-
12
REYKJALUNItUR