Reykjalundur - 01.10.1979, Page 16

Reykjalundur - 01.10.1979, Page 16
JÓHANN TÓMASSON LÆKNIR: Þankar um nútíma læknisfræði Haft er eftir 18. aldar lækni, sem Hunter hét, að það sem mestu skipti fyrir sjúkdómsgrein- ingu væri athugult auga, eftirtektarsamt eyra, reynd hönd og opinn hugur. Þrátt fyrir tækni- framfarir síðustu áratuga eru þessi orð í fullu gildi og raunar er -ýmislegt sem bendir til að gildi þeirra aukist í takt við þróun læknavís- indanna svokölluðu. Víst hafa nútíma lækn- ar ýmsar aðferðir og tæki sér til hjálpar í leit að sjúkdómum og meðferð, en því miður sýn- ir reynslan, að árangurinn sem næst beinlínis vegna þeirra er oftast minni en virðist. Þar sem hér er að auki oft um að ræða bæði dýr- ar og stundum hættulegar rannsóknir sést liversu mikilvægt er að beita þeim rétt og skynsamlega. Og það verður áreiðanlega aldrei gert nema frumjoættinum, hinum nánu sam- skiptum við sjúklinginn, sögu og skoðun, sé sinnt af ýtrustu kostgæfni. Flestum, sem eitt- hvað hugleiða þessi mál, er þetta auðvitað vel ljóst. í samræmi við það þreytast heldur ekki liöfundar læknakennslubóka og greina í læknablöðum á að undirstrika þetta atriði: „Hlustaðu á sjúklinginn. Hann er að segja þér livað gengur að (sjúkdómsgreininguna)“. Það er hins vegar ein af mörgum þversögnum í nútíma læknisfræði, að það sem er kennt, er ekki að sama skapi iðkað. í reynd verður það æði oft Jieir, sem teljast hafa minnstu sérjiekk- inguna, sem annast þennan kannske mikilvæg- asta þátt læknisfræðinnar. Því meira sem lækn- ir sérhæfir sig og sérmenntar því lengra Jiokar honurn oft frá sjúklingnum sjálfum. í reynd er það einnig oft svo að rannsóknarstörf eru meir metin en sígild lækniskunnátta Jiegar fjallað er unt „hæfni“ lækna í ákveðnar stöð- ur. Ekki þarf að fletta lengi í nútíma lækna- tímaritum til að sjá afleiðingar Jjessa. Hlið- stæð þróun hefur orðið í hjúkrun. Hjúkrunar- fræðingurinn stundar skýrslu- og skrifstofu- störf í æ ríkara rnæli, en hinni eiginlegu hjúkr- un sinna sjúkraliðar og aðstoðarfólk. 14 REYKJALU N D U R

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.