Reykjalundur - 01.10.1979, Page 17

Reykjalundur - 01.10.1979, Page 17
Ekki er auuðvelt að átta sig á, hvað stýrt hefur þessari þróun. Sjálfur held ég þó, að sú mikla bjartsýni, sem menn bundu við mögu- leika að því er virðist takmarkalausra fram- fara í tækni og vísindum, hafi ráðið hér miklu. Viðleitni mannsins að sigrast á sjúkdómum hefur alltaf verið sterk og tækifærin til þess hafa vafalítið virst góð. Því miður bendir flest til að bjartsýnin hafi verið fullmikil og uppskeran ekki orðið í samræmi við erfiðið. Mér virðist nútíma læknisfræði í verulegri kreppu, ef ekki á villigötum. Aðrir ganga enn Iengra og halda því fram að hún sé í sjálfu sér meiri háttar heilsuvoði. Alla vega er Ijóst að nútíma heilsugæsla er víða um heim orð- in meiri háttar atvinnuvegur, nokkurs konar sambland af verslun og iðnaði, þar sem hin eiginlega verslunarvara er í raun heilsa, en gjaldmiðillinn auðvitað peningar, að mestu skattpeningar. Með skírskotun til þess, að aldrei verði of mikið gert fyrir heilsuna, hef- ur þessi atvinnuvegur blómstrað, en þegar sýnt virðist, að hann muni að óbreyttu hrifsa til sín nær allan hinn sameiginlega sjóð, er eðli- legt að starfsemin í heild takist til athugunar. Auðvitað kemur þá ýmislegt í ljós. Við eig- ttm nýtískuleg, velmönnuð, velbúin sjúkra- hús sem fyllast af öldruðu fólki rétt eins og enginn viti hvers vegna eða hafi búist við slíku. Við eigum fleiri lækna á íbúa en nokk- ur önnur þjóð, en þrátt fyrir það er stöðugur skortur á læknum í dreifbýlinu. Læknar hafa getað lært það sem þeim sýnist og sest að þar, sem þeim sýnist, mest vegna þess hve auðseld sú vara er, sem þeir hafa á boðstólum. Þessi verslun hefur heldur ekki lotið einfaldasta lögmáli hagfræðinnar um „hvað borgar sig“, sem allir íslendingar virðast þó kunna. Til þess hefur hún talist of göfug. En nú þegar peningar virðast á þrotum skýtur hagfræðin upp kollinum — heilsuhagfræðin. Nú verður auðvitað mikill höfuðverkur að kljást við vandann, en að þessu hlaut að koma og þvf fyrr því betra. Auðvitað verður úttektin ekki sársauka- og hávaðalaus. Til þess eru of mikl- ir hagsmunir í veði; lækna, hjúkrunarfólks, lyfja og tækjaiðnaðarins o. fl. o. fl. En hversu sársaukafullt og erfitt þetta uppgjör kann að verða, hefur það alla möguleika til að verða til góðs. Þrátt fyrir allt er þetta kerfi, þessi atvinnuvegur, orðið til vegna neytandans, sjúklingsins, og hans hagsmunir hljóta að sitja í fyrirrúmi. Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið að því heilsugæslukerfi, sem ólundarlega bíð- ur öldruðu fólki upp á rándýr sjúkrahús, þeg- ar það þarfnast fyrst og fremst almennrar um- önnunar, kerfi sem veitir stöðugt meiri þjón- ustu þar sem hún var mest fyrir (Reykjavík á móti landsbyggðinni), kerfi þar sem einhvers konar „inverse care law“ gildir1). Slíku verð- ur að breyta. Það er liins vegar kaldhæðnis- legt en kemur þó varla á óvart, að hvað besta almenna heilsugæslan á Islandi í dag fyrir- finnst í vissum kaupstöðum og þéttbýliskjörn- um dreifbýlisins, þar sem staðfastir, áhugasam- ir læknar starfa til langframa. Ef heilsugæsla (læknisþjónusta) í Reykjavík telst í saman- burði léleg, stafar það af öðru en læknaskorti. LOKAORÐ Ég er satt að segja þeirrar skoðunar að um- talsverðum árangri á sviði heilsugæslu verði ekki náð eftir þeim leiðum sem læknisfræðin hefur fetað sig síðustu áratugi. Ég er ekki með þessu að lýsa því, að ég vilji nútímalækn- isfræðina feiga eins og hún leggur sig. Þvert á móti. En ég trúi því, að mikilla áherslu- breytinga sé þörf. í stað „specialista" komi fleiri „generalistar", almennir læknar. í stað 1) Inverse care law. Lögmál kcnnt við dr. Tudor Hart að mest umhyggja fari þangað sem hennar er minnst þörf. (Framh. á bls.19) Revkjalundur 15

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.