Húnavaka - 01.05.1965, Síða 5
SÉRA GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON:
Pingeyrar
í annarri Mósebók 3. kapitula 5. versi standa þessi orð: „Drag skó
þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð.“
Heilög jörð er aðeins þar sem guð er nálægur, þar sem kraftur hans
lielgar og blessar. Ég þekki engan stað á okkar blessaða landi, utan
biskupssetranna tveggja, Hóla og Skálholts, er fremur hefur verið
helgaður af nærveru guðs, laugaður af náðarlindum hans en einmitt
Þingeyrar í Húnaþingi. Hér er heilög jcirð. Hér hefur guð talað
og verið að verki í aldanna rás. Á slíkum stöðum sem þessum, skulu
því skór dregnir af fótum í andlegum skilningi. Þar á ekki harkið
né háreystin heima, heldur skal gengið hljóðum skrefum um helg-
an lund og hlustað í lotning á nið sögunnar. Látum þann undir-
straum gagntaka vitundarlíf vort, fylla hugi vora þakklæti fyrir dýr-
an arf og binda oss traustum böndum við þá fortíð, er vér stöndum
rótum í og eigum allt að þakka.
Þingeyraklaustur var stofnsett árið 1133 og var við lýði í rúmar
4 aldir eða til ársins 1551 er það lagðist niður, sem önnur klaustur
á landinu við siðaskiptin. Það skipar þann heiðurssess, að vera elzta
íslenzka klaustrið og auk þess var þar stunduð mest bókleg iðja.
Um klausturhreyfinguna er það annars að segja, að hún er al-
þjóðleg kirkjuleg hreyfing, ein grein af meiði heimsflóttastefnunn-
ar, er fram kemur sem svar við mikilli lífsnautn og menningar-
þreytu. Hún er sprottin upp, sem andstaða gegn því, að kristnir
menn samlagist hinum heiðna heimi og taki upp venjur hans og
siði. Hún rís, þegar kirkjan þótti vera helzt til of veraldleg, og hún