Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 19

Húnavaka - 01.05.1965, Side 19
ÞORSTEINN MATTHÍASSON: Frá fjalladal aá fjaráarströnd „Sinna verka nýtur seggja hverr sæll er sá er gott gerir.“ fSólarljóð.) Senn er langnætti lokið og sólar von úr suðurgöngu. Ennþá hef- nr engum orðið ofraun vindsvali vetrar. I dag þjóta þó úfnar þoku- hrannir um brúnir fjalla og hríðarstroka frá norðurhafi byrgir út- sýn. Marghrjáð hafalda, sein brotnað hefur við blindsker, útnes og flúðir, fellur að sandinum vestan ósa Blöndu og gerir þar síðustu tilraun til að halda reisn sinni, áður en hún fellur aftur til upp- runa síns. Sumir kjósa sér byggð í brekkuskjóli, aðrir vilja fremur sjá vítt til og lifa sem lengstan dag í I jósi sólar. Og ekki mun Þorkell máni einn um það íslenzkra manna, að vilja að leiðarlokum fela önd sína þeim guði er sólina skóp, enda verðugt þeim, sem vel hefur unnið. Á hæðinni vestan við aðalbyggð Blönduóss, standa nokkur vel gerð hús. í einu þeirra búa aldurhnigin hjón, sent að loknum löng- um og athafnasömum starfsdegi eiga þar kyrrláta og ánægjulega kvöldvöku. Og ennþá er hugsunin skýr og nóg verkefni högum höndum. Stefán Sigurðsson er fæddur á Stóra-Vatnsskarði 7. apríl 1879. For- eldrar hans voru Sigurður Bjarnason og Salbjörg Sölvadóttir. Bjarni Jónsson, afi Stefáns, bjó á Sjávarborg í Skagafirði og var kallaður 2

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.