Húnavaka - 01.05.1965, Síða 21
11 Ú N A V A K A
10
Frá vinstri: Þorsteinn Jónsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Elisa-
bet fíud'mundsdóttir, Hœngur Þorsteinsson. Elisabet Þorsteinsdóttir.
hneigðist snemma til náms, þótti okkur ákaflega vænt um þetta og
vildum allt fyrir hann gera, svo af því gæti orðið. Hann var eini
bróðirinn sem við áttum á lífi og litum við systur mjög upp til
hans. Sigurður lærði undir skóla hjá séra Stefáni á Auðkúlu, en
fyrsta veturinn, sem við vorum í Mjóadal las hann utan skóla og
naut þá tilsagnar hjá séra Ásmundi Gíslasyni, sem var þar til heim-
ilis, en hafði ráðizt aðstoðarprestur til séra Guðmundar á Bergs-
stöðum og fékk prestakallið að honum látnum. Séra Asmundur
hafði heitið mér því, að ef svo færi að hann ílengdist hér, þá skyldi
hann sjá til þess, að kona sín veitti mér einhverja tilsögn. Hún hét
Anna Pétursdóttir frá Egilsstöðum á Völlum, móðursystir þeirra
bræðra, Sveins og Péturs Jónssona, sem þar búa nú.
Veturinn eftir ferminguna fór ég svo að Bergsstöðum til prests-
hjónanna og fékk þar kennslu í dönsku og hannyrðum. Eignaðist
ég hér vini, sem voru heilir og óhvikulir á meðan leiðirnar lágu sam-
an hérna megin grafar,
2*