Húnavaka - 01.05.1965, Side 25
HÚNAVAKA
23
Gil i Svartárdal.
Eftir að stotnað var kaupfélag hér í Húnavatnssýslu færðist verzl-
unin til Blönduóss. Frá Mjóadal var farin fjallaleið til Sauðárkróks.
Oft var jressi leið illfær í vondum veðrum að hausti til, og gat þá
hent að fara yrði fram í Stóra-Vatnsskarð til að ná heim.
Til var það, að bændur fengju leyfi til að slátra fé sínu heima.
Var þá kaupstaðarinnleggið, kjöt og gærur, flutt á klökkum norður.
Væri féð rekið, jrurfti að slátra því úti á bersvæði, en ekki var sá
kostur góðiir, ef illa viðraði. Allir aðdrættir l'yrir veturinn fóru
fram á haustin. Vetrarferðir voru helzt ekki farnar nema fyrir jólin.
Ekki man ég eftir fjárfelli eða verulegum fæðuskorti hjá fólki í
flúnavatnssýslu, jrar sem ég þekkti til. Þó til væri mjög látækt fólk
var allur fjöldinn nokkurn veginn bjargálna. Harðindaár voru
mörg og erfið á síðustu tugum 19. aldar og framan af 20. öldinni
t. d. frá 1880—1890 og svo árin 1906, 1910, 1914 og 1918. Þess minn-
ist ég, að vorið 1887, lét faðir minn okkur krakkana vera úti í
smiðju og merja hrís handa kúnum. Þetta var gjört til að spara hey-
in, því menn gátu aldrei vitað til hvers draga mundi, ef. vorkuldar
og gróðurleysi héldist lengi. Ekki minnist ég þess, að faðir minn
yrði nokkru sinni heyþrota.
L