Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 28

Húnavaka - 01.05.1965, Page 28
26 HÚNAVAKA Arni gersemi, hann bjó um tíma í Skyttudal, hafði mjög góða söngrödd og kvað mikið. Sölvi Helgason vildi láta skoða sig sem mann öðrum meiri. Hann var mjög þrifinn. falnan bar hann með sér byrði mikla, voru það teikningar hans og annað dót. Ekki mun hann hafa selt mikið af þessari vöru sinni, svo líkur eru til að lítið liafi létzt hryggsekkur lians. Stúlkur voru stundum hálfhræddar við Sölva og mun það .hafa orsakazt af því að hann var hvatvís og mikill á lolti, Irekar en hinu, að hann gerði þeim neinar glettur. Guðmundur dúllari kom oft að Mjóadal og var þar stundum við heyskap. Hann var ósköp verkasmár maður, en fremur iðinn. Ein- hverju sinni greiddi Guðmundur bóndi nafna sínum 2 krónur fyr- ir vinnu. Það þótti „dúllara“ mikið l'é. Þegar vel lá á honum dúll- aði hann mikið og stakk þá ætíð fingri í annað eyrað og hallaði lítið eitt undir flatt. Símon Dalaskáld mun hafa haft einna almennasta hylli þessara flækinga. Réði þar mestu um hve hagmæltur hann var og óspar á ljóð sín. Þar sem Símon gisti mátti liver heimilismaður eiga von á einni eða fleiri vísum frá hans hendi og var því oft glatt á hjalla þegar hann var á ferð. Nú eru þessir menn allir úr sögunni. í flakki sínu og auðnuleysi voru þeir ekki eingöngu þiggjendur. Kynlegir hættir þeirra, þekk- ing á mönnurn og málefnum, er þeir fluttu með sér milli byggða, gerði tilveruna olt litauðugri og innihaldsríkari þar sem þeir fóru um. Árið 1925, þann 8. febrúar, gerði aftaka norðanveður, sem olli mannskaða og tjóni bæði á sjó og landi. Þá varð kona úti í Skyttu- dal og bændur ýmsir í Húnavatnssýslu urðu fyrir fjársköðum. Stefán á Gili var staddur á fundi út á Æsustöðum, en vinnumaður hans skyldi gæta fjárins heima. Eftir að hafa vitjað beitarhúsanna um morguninn kemur hann heim að borða. Þetta var á sunnudegi. Um það leyti sem hann hyggst leggja af stað til að lileypa út fénu, segir Elísabet honum að hinkra ögn við og drekka kaffi áður en hann fari, því þar sem sunnudagur var, hafði hún bakað kaffibrauð, en þá var ekki venja að bera það fram hvern dag svo sem nú er. Vinnumaður féllst á þetta, en hafði skamma stund dvalið, þegar

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.