Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 34

Húnavaka - 01.05.1965, Side 34
32 HÚNAVAKA Elín Briem. Veturinn áður en Vigdís kom þangað hafði skólinn haft aðsetur í Möllershúsi vestan Blöndu, vegna þess að gamla skóla- iiúsið brann, en nú var risið nýtt hús lrá grunni og var fyrsti skóla- vetur Vigdísar því fyrsta ár skólans í nýjum húsakynnum. Það segir ef til vill meira en flest annað um hugsunarhátt og hugðarefni Vigdísar, að hún skyldi velja sér Kennaraskólann sem vettvang til áframhaldandi náms. Sá skóli var þá þjóðkunnur fyrir tvennt. Sterkan aga og kröfur til nemenda um ástundun og háttvísi, undir stjórn hins þekkta menntafrömuðar séra Magnúsar Helga- sonar frá Birtingaholti — og úrvals kennara, þá dr. Ólaf Daníels- son, Sigurð Guðmundsson síðar skólameistara á Akureyri og Jónas Jónsson frá Hriflu. Það hlaut því að vera hverjum ljóst, er þangað lagði leið sína, að til nokkurs þyrfti hann að duga. En ég hygg að allt l’rá æsku hafi Vigdís ekki gengið þess dulin, að lífið mundi nokkurs af henni krefjast og ekki viljað standa vanbúin að upp- fylla þær kröfur. Haustið 1915 sezt hún svo í II. bekk Kennaraskólans „skreið inn“ eins og hún orðar það. ---Nokkrar skólasystur mínar frá Blönduósi hitti ég hér, höfðu þær setzt í E bekk árið áður og urðum við því samferða. Skólaár mín í Kennaraskólanum eru meðal dásamlegustu stunda ævi minn- ar. Kennararnir voru hver öðrum færari, og álít ég, að flestir nem- endurnir hafi gert sér ljóst hvers af þeim var krafizt.- Þegar ég leiði hugann til uppvaxtarára minna, minnist ég þess hve harðskeyttur faðir minn var í mörgu tilliti. Hann var mjög eftirgangssamur með að vel væri unnið. Hann var vanur að setja okkur fyrir dagsverkið, yrði því við komið, og máttum við svo eiga frí væri því lokið fyrir tilskilinn tíma. Eitt sinn minnist ég þess, að ég hafði hert svo að mér við verk mitt, að því var lokið kl. 3. Eg fór nú að hugieiða hvort ég ætti nokkuð að láta sjá mig, því þá mundi faðir minn ef til vill bæta við mig verkefni, en það verður þó úr að ég fer inn og geng að mat mínum eins og aðrir. Þá segir faðir minn: „Ertu búin, geyið mitt?“ Ég játa því. Hann gengur út, kemur fljótlega inn aftur og segir: „Þetta var vel gert, þú mátt eiga frí það sem eftir er dagsins.“ Þessi aðferð hans til að fá okkur til að vinna vel og vera hraðhent við vinnu var mjög árangursrík. Þegar ég var að alast upp var faðir minn kominn yfir mesta harð- ærið, en maður, sem gengið hefur í gegnum allt það, sem hann varð

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.