Húnavaka - 01.05.1965, Síða 36
HÚN AVAKA
34
í að láta bann hans ekki hirídra mi'g, þótt til hetði komið. Voru
þessi mál svo ráðin og hefur mig aldrei iðrað þess, enda urðu þar
um engin eftirmál.
Veturinn 1918 hóf Vigdís Björnsdóttir sitt kennslustarf sem heim-
iliskennari að Björnólfsstöðum í Langadal. Þennan sama vetur réð-
ist hún einnig um tíma farkennari í Torfalækjarhreppi. Fyrsti bær
sem hún kenndi þar á var Hjaltabakki.
Þau Vigdís og Eiríkur giftu sig 1922 og hófu þá búskap að Hóla-
baki í sambýli við Jónas Björnsson bróður Vigdísar. Þar voru þau í
tvö ár. Um fimrn ára bil voru þau svo upp á Asum á bæjunum
Hamrakoti, Hæli og Meðalheimi, en fluttu svo aftur að Hólabaki
og bjuggu þar í 8 ár. Þá settust þau að í skólahúsi Sveinsstaðahrepps
að Sveinsstöðum og þar var heimili þeirra í 16 ár. Nú liafa þau
hreiðrað urn sig hér á Blönduósi og yndi þeirra og eftirlæti eru son-
arbörnin á efri hæðinni, hún Vigdís og hann Eiríkur.
----Þegar ég settist í II. bekk Kennaraskólans var mér fljótlega
I jóst að ég hafði ónógan undirbúning, en ég hafði ánægju af nám-
inu og samheldnin og félagsandinn innan skólans varð mér mikill
styrkur. Sannleikurinn er sá, að ég fór ekki í Kennaraskólann með
það fyrir augum fyrst og fremst að verða kennari, heldur til að öðl-
ast menntun undir handleiðslu góðra manna. En mér féll kennslu-
starfið vel, þótt ég í fyrstu væri hikandi, vegna þess, að ég óttaðist
að ég ekki hefði fullkomið vald á starfinu, en ég las mér til og
reyndi að auka þroska minn og þekkingu eftir því sem ég hafði
vit á og getu til. Það starf, sem manni er ofvaxið, getur tæpast veitt
ánægju. Það, sem gerði mér kennslustarfið aðlaðandi og skemmtilegt
var fyrst og fremst það, hve börnin voru mér góð, telja má til und-
antekninga, ef þau hafa valdið mér verulegum erfiðleikum.
Sífelld ferðalög, sem farkennslu fylgja, urðu þess valdandi að ég
var sjaldan heirna að vetrinum fyrr en við fluttum í skólahúsið á
Sveinsstöðum, þá breyttist þetta. Þegar ég kenndi frá Hamrakoti,
Hæli og Meðalheimi, var ég aðeins heima sem gestur, en þá var hjá
okkur tengdamóðir mín er annaðist heimilið, og eftir að Björn
okkar fæddist höfðum við vetrarstúlku.
— Hvernig líkaði þér svo þetta ráðslag konunnar, Eiríkur?
„Nú mér líkaði það sæmilega, vegna þess að við þurftum pening-