Húnavaka - 01.05.1965, Page 37
HÚNAVAKA
35
ana. Hins vegar var það nú náttúrlega svona og svona að hafa kon-
una langdvölum fjarverandi."
„Það er erfitt að þjóna tveini herrum, enda fór það svo, að ég
mátti láta heimili mitt sitja á hakanum og hvíldi forsjá þess því að
mestu á Eiríki manni mínum og móður hans. Sonur okkar var
aldrei hjá mér við nám nema þann tíma sem ég kenndi í skólahús-
inu. Þess á milli hjálpuðu þau honum pabbi hans og amma.
Tengdamóðir mín dó 1939, eftir Joað gerði Eiríkur öll hin venju-
legu heimilisstörf þegar ég var fjarverandi, hefðum við enga
stúlku. Hann sætti sig við þessa tilhögun fyrst og fremst vegna þess,
að það auðveldaði okkur framfærsluna, en ég held að mér hefði
orðið erfitt að Jmrfa að leggja þetta starf mitt á hilluna vegna þeirr-
ar ánægju og lífsfyllingar er það veitti mér, burt séð frá fjáraflan-
um. Hann var nú ekki heldur ætíð mikill. Til að byrja með 150
krónur fyrir vetrarstarfið. Minn fjárhagslegi stuðningur af starfinu
er tiltölulega langmestur nú, síðan ég hætti kennslu og nýt eftir-
launa. — Eg á margar glaðar og góðar minningar frá samskiptum
mínum við menn og konur, sem vaxið hafa til dáða bæði hér heima
í héraði og utan þess, er það mér mikil gleði aldraðri konu, að linna
þann hlýhug sem jafnan streymir til mín frá þessu fólki.
— Einu sinni fékk ég dreng í skólann til mín frá Reykjavík. Var
hann talinn mjög erfiður Jxar og helzt ekki hæfur í hópi annarra
nemenda sökum uppvöðslusemi. Þessi drengur er meðal allra
greindustu barna er ég hef kennt. Síðustu fréttir af honum, J)á löngu
fulltíða manni, voru þær, að hann var sjómaður í Keflavík, tók Jxítt
í útvarpskeppni um þekkingu á efni íslendingasagna og skaraði
þar fram úr.
— Eg var á móti lengingu skólaskyldunnar og skyldunámi í Jæirri
mynd sem það nú er. Ég vildi láta börnin ljúka góðu fullnaðarprófi
miðað við eldri ákvæði og vera svo sjálfráð um framhaldið. Mér
virðist hinn auðveldi aðgangur að námi hafa dregið úr áhuganum
og börnin nú öllu tregari að leggja sig fram við nám en áður var.
Hins vegar játa ég að viðhorfin hafa mjög breytzt á síðustu árum,
og manni án ákveðinnar lágmarksþekkingar er ekki, og verður ekki,
leyft að taka að sér ýms þau störf sem nútíma þjóðfélagi eru nauð-
synleg. Lokastig skyldunámsins nú, gerir líka miklu hærri þekking-
arkröfur en hinar eldri tilskipanir. —
— Hvernig finnst þér svo, nú þegar Jjú gætir setzt í helgan stein,