Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 46

Húnavaka - 01.05.1965, Side 46
44 HÚNAVAKA segja að nú á dögum notist hugkvæmni manna og gáfur, um ýmsa hluti betur en áður var. En til þess verður flestum það að leita til hinna fjölmennu staða. En til eru þeir þó enn, er una glaðir við sitt, þó á útskaga sé, og lánast enda margt af brjóstviti sínu. Finnur Karlsson er einn í tölu slíkra. Hann hefur kynnt sér vélfræði af íslenzkum bókum og einnig á Norðurlandamálum. Hann er hagleiksmaður og hugkvæmur eins og smíði hrærivélarinnar ber vott um. Ingvi Guðnason: VETUR Fram í háurn fjallasal flest eru stráin kalin. Streymir áin ofan dal ísi bláum falin. Víst á yndi verður bið vonarlindir frjósa. Kaldir vindar kveða við klaka strindið ljósa. STAKA Gatan varð mér grýtt og hál gerðust langar vökur, því eru öll mín óðarmál aðeins fáar stökur.

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.