Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 49

Húnavaka - 01.05.1965, Page 49
HÚNAVAKA 47 þetta torkennilega hrosshöfuð, höfuð vinar, sem látið hafði lífið á svo ömurlegan hátt. (Frásöguþátt þennan lánaði mér Snorri Arnfinnsson fyrrv. veit- ingamaður á Blönduósi og leyfði mér að endursegja hann til birt- ingar í Húnavöku. — Þ. M.) Ingui Guðnason: STÖKUR Fyrir handan fjöll og háls frí af grandi væri, þar sem andinn á sér frjáls engin landamæri. Vetrar neyð er vikin frá vona greiðast böndin, og mig seiðir einhver þrá inn á — heiðalöndin. Andinn finnttr æðra svið eltir vetrar dróma. Það er gott að vakna við vorsins hörpuhljóma. Vorið gefur veikum þrótt vermir hugans lendur. F.g hef líf mitt — ljósa nótt — lagt í þínar hendur.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.