Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 56

Húnavaka - 01.05.1965, Side 56
P. V. G. KOLK.A: Sitthvah um Skajt asen Framan aí þeirri öld, sem nú er að líða, naut Húnavatnssýsla mikils álits og frægðar fyrir það, hve þaðan höfðu komið margir og góðir læknar. Sú frægðarsaga hófst með Jósep Skaftasen lækni í Hnausum, eins og hann var jafnan nefndur af almenningi, þótt sjálfur skrifaði hann sig Skaftason. Hann var að vísu ekki Húnvetn- ingur að ætterni, en ól ailan starfsaldur sinn innan sýslunnar. Farið er nú að fenna í slóð hans, en sannarlega er hann maklegur þess, að Húnvetningar haldi minningu hans á lofti, og skal hans hér því getið að nokkru, þótt skemmra sé en skyldi. Jósep læknir var fæddur á Skeggjastöðum á Langanesströndum 18. eða 20. maí 1802, en þar var þá prestur faðir hans, síra Skafti Skaftason. Var karlleggur hans af einni grein svonefndrar Vellings- ættar og voru í honum prestar mann fram af manni, margir annál- aðir fyrir krafta og karlmennsku, og fór Jósep ekki varhluta af þeim ættararfi, því hann var stór maður vexti, stórskorinn í andliti og heldur ófríður, þrekmaður hinn mesti að andlegu og líkamlegu at- gjörvi. Kona síra Skafta og móðir Jóseps læknis var Guðrún Einars- dóttir prests í Sauðanesi, Árnasonar, en dótturdóttir Lárusar Schev- ing klausturhaldara, og voru þeir því þremenningar, Jósep og Jónas Hallgrímsson skáld, sem var fimm árum yngri. Síra Skafti andaðist, er Jósep sonur hans var tveggja ára, og gift- ist ekkja hans tveimur árum síðar eftirmanni hans í brauðinu, síra Stefáni Þorsteinssyni, sem var systrungur við hana, en hann varð síðar prestur að Völlum í Svarfaðardal og ólst Jósep þar upp frá 14 ára aldri. Hann settist í Bessastaðaskóla 1822 og útskrifaðist Jraðan 1827. Mun hann þá hafa skort fé til frekara náms og réðist Jrví sem skrifari og heimiliskennari til Björns sýslumanns Blöndals í Hvammi og gegndi því starfi í fjögur ár. Sigldi hann þá til læknis- náms, sennilega með atbeina Blöndals og Björns Ólsens umboðs-

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.