Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 60

Húnavaka - 01.05.1965, Page 60
58 HÚNAVAKA honum síðustu árin. Árferði var þá slæmt, nám Skalta sonar hans varð honum nrjög dýrt, og hann hafði gengið mjög á undan öðrum með fjárframlögum til áhugamála sinna, svo sem verzlunarfélagsins, sem endaði með tapi. Auk þess hefur hann verið hjálpfús, sem sjá má af því, að hann lagði fyrir J. P. vin sinn að veita Benedikt Sveins- syni 100 rd. lán, þegar honum lá mikið á, en það var þriðjungur em- bættislauna hans. Ekki voru þeir Benedikt neinir sérstakir vinir, en hann hefur metið baráttu Benedikts fyrir auknu sjálfstæði íslands. Jósep Skaftason var fremsti læknir sinnar samtíðar og segir á ein- um stað, að ekki geti hann neitað sjúklingum um hjálp, þótt fátæk- ir séu, en það voru margir í þá daga. Um læknisstörf sín segir hann m. a. þetta í bréfum sínum til Jóns Péturssonar; nýkominn í héraðið og eftir að hafa haft nokkur gleðiyrði um kvonfang sitt og ástina; að fólkið sé utan um sig eins og mýflugur vegna nýjabrumsins, en tvisvar hafi hann nærri verið orðinn úti, á Vatnsskarði og á Mið- fjarðarhálsi. Enginn hafi betalað sér eins vel og Benedikt pnifast- ur (á Hólurn í Hjaltadal, auðmaður mikill) og síra Björn á Mikla- bæ, fyrir að skera æxli af Margréti dóttur hans. „Hann gaf mér móálóttan fola, sex vetra, mesta gull að öllu leyti.“ Ekki veit ég, hvort þetta hefur verið sá Mósi, sem frægastur varð allra reiðhesta Skaftasens ásamt Kúlu-Rauð, sem hann reið einhesta frá Kalmans- tungu að Hnausum á 12 tímum, maður stór og þungur. En hann var líka ósínkur við hesta sína, ól þá á töðu og setti fyrir þá 10 lítra fötur af spenvolgri nýmjólk, þegar hann kom heim úr ferðum sínum, enda mikils af þeim krafizt í ofsareið til sængurkvenna, í vetrarveðrum og lítt færum vatnsföllum. Almenningur hefur senni- lega ekki skynjað til fulls áhuga þessa afburðamanns fyrir aimenn- um velferðarmálum, en mundi hann lengi, háan og hrikalegan, þeysandi á stríðöldum gæðingum, svo að jóreykinn bar víða vega, til hjálpar sjúkum mönnum í þessu víðlenda héraði milli Hrúta- fjarðarár og Öxnadalsheiðar. Slíkur ljómi stafaði af honum sem lækni, að fjórir húnvetnskir bændasynir, sem ólust upp við afreks- sögur af þessum fyrsta lækni Húnvetninga, réðust til háskólanáms í læknisfræði, urðu boðberar og framherjar nýrra tíma í læknavís- indum og juku hróður héraðs síns meir en flestir aðrir afbragðs- menn Húnvetninga. Engir afkomenda hans staðfestust í Húnavatns- sýslu, en þetta var sá arfur, sem héraðsbúar hans hafa verið að ávaxta lram á þennan dag.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.