Húnavaka - 01.05.1965, Qupperneq 62
60
HÚN AVAKA
Kemur þá inn húskona ein með miklu írafári og segir að nautið
sé sloppið út. Þetta mun hafa verið allstórt naut og ekki vel þokk-
að af heimafólki. Pálmi snarast á fætur og biður Ólaf að koma með
sér, en hann vill ekkert við það eiga og fer hvergi. Líður nú og
bíður þar til Pálmi kemur inn aftur. Olafur spyr hvernig gengið
hafi með nautið. „Auðvitað kom ég bolaskrattanum inn,“ sagði
Pálmi. „Já, sá verður að vægja, sem vitið hefur meira,“ sagði Olafur.
Böðvar Þorláksson, fyrrum hreppsstjóri á Blönduósi, var organisti
í Blönduóskirkju. Einu sinni sem oftar var hann að annast orgel-
leik við messugjörð og stóð yfir einn sálmurinn. Allt í einu snýr
Böðvar sér við í stólnum og segir við einn söngmanninn svo hátt
að vel mátti heyra: „Heyrðu lagsi, veiztu ekki að drottinn á að vera
hálfnóta,“ sezt karl svo aftur og heldur áfram að spila sálminn eins
og ekkert hafi í skorizt.
Einu sinni var verið að iarðsyngja á Blönduósi og var athöfnin
að verða búin upp í kirkjugarði. Böðvar Þorláksson stóð þar nálægt
gröfinni og var þétt kenndur. Kemur þar, að kórinn er að enda
við síðasta versið af sálminum „Allt eins og blómstrið eina“ og
syngur — „kom þú sæll þá þú vilt“. Er þá sagt að Böðvar hafi geng-
ið að gröfinni, tekið upp glas, rétt út höndina að gröfinni og sagt:
„Já, komdu sæll þegar þú vilt, vinur.“ Og fengið sér vænan sopa
úr glasinu á eftir.
Einu sinni fór Ari jónsson sýsluskrifari á Blönduósi til Hannesar
Finnbogasonar er var þá héraðslæknir og tjáði honum að hann hefði
þá fyrir stuttu farið út á Skagaströnd með fólk, asnazt illa búinn,
trefillaus og yfirleitt þunnt klæddur, orðið kalt og kvefast. Spyr
hann nú Hannes, hvort hann geti ekki látið sig hafa eitthvað við
þessum skratta. Hannes kvað horfa á Ara nokkra stund, en segja
svo, að það hljóti að vera hægt. Tekur hann fram pappíra sína,
skrifar „reseft“ og fær Ara. Ari fer sem venja er beint á apótekið og