Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 63

Húnavaka - 01.05.1965, Side 63
HÚNAVAKA 61 fær Helga miðann. En þegar Helgi fer að lesa, rekur hann upp stór augu, og segir að því miður sé þetta ekki til þar. Ari verður 'hissa og finnst það næsta máta einkennilegt að venjulegt kvefmeðal skuli ekki vera til í sjálfri lyfjaverzluninni, og spyr hvort þetta sé eitthvað sérstakt. „Já, það er mjög sérstakt,“ svarar Helgi, og réttir Ara lyfseðilinn, en á honum stóð: ,,1 stk. hlýr trefill Klemens Guðmundsson í Bólstaðarhlíð var lengi póstur i Ból- staðarhlíðarhreppi og bar út póst á flesta bæi í hreppnum um lengri tíma. Má geta nærri að oft hefur verið margt spjallað á bæjum þeg- ar Klemens kom með póstinn. Einu sinni sem oftar kom Klemens að Eiríksstöðum með póst. Guðmundur bóndi og hann taka tal saman yfir kaffiborði, og umræðuefnið var pólitík. Klemens var mikill Sjálfstæðismaður en Guðmundur Framsóknarmaður. Urðu nú miklar og fjörugar umræður og báðir orðnir nokkuð heitir. Seg- ir svo ekki af þeim fyrr en Klemens er tilbúinn til brottferðar. Þegar Klemens fór inn, hafði hann lagt póstinn að Eiríksstöðum á stól eða bekk frammi við og meðan hann var inni, hafði hvolpur náð í einn Tímapakkann og farið að leika sér að honum. Þegar Klemens kemur út er hvolpurinn búinn að rífa blaðið í tætlur. Vindur Klemens sér þá að Guðmundi og segist vita að eins fari fyrir Framsóknarflokknum og Tímanum. Þeir fari báðir beint í hundana í vor. Þess má geta að kjósa átti til Alþingis seinna þetta vor.

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.