Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 77

Húnavaka - 01.05.1965, Page 77
JÓN BJÖRNSSON frá Húnsstöðum: Pah verhur clansah á torginu (Ófullgerð hljómkviða án tóna eftir laglausan mann) 1. þáttur. Lento. Meðan ég hallaði höfði mínu að brjóstum unnustu minnar, og fann augu hennar verma hnakka minn, gekkst þú fyrir hornið og lézt skilding falla í skrínu fingralausa betlarans. Gatan milli mín og þín var böðuð hvítu sólskini. Ung kona í ókunnu landi greiddi hár sitt og brosti. Úti á enginu stalst kálfur til að sjúga móður sína. Þá lagðist inyrkvinn yfir og risti helstafi sína á landið og hafið. Hann geystist yfir heiminn líkt og rykský, sem þyrlaðist undan gáskafullum fótum í torgdansi. Fingralausi betlarinn vissi ekki hvaðan hann kom en skynjaði fyrstur allra að nú stigi helsprengjan dauðadansinn. Og einhvers staðar innan úr sortanum bárust til okkar allra, dunandi hjartaslög sprengjunnar. Doloroso. Þá reis ég upp af beði ástar minnar og þú staðnæmdist á götunni. Við litumst í augu og spurðum hvor annan lágt: „Var það ég? — eða þú?“ Og fingralaus betlarinn að baki þér varð fyrir svörum: „Þið báðir.“ Þá grétum við, og tár þín minntust við rykuga götuna, en mín kysstu brjóst unnustu minnar í síðasta sinn. Og vegafarendur allra vega námu staðar og felldu tár niður í straum sortans, sem lék um fætur þeirra.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.