Húnavaka - 01.05.1967, Side 6
AVARP
Góðir lesendur!
Þegar „Húnavakan“ hóf göngu sína fyrir 7 árum var alveg óráð-
ið, hvort hún ætti nokkra framtíð.
Reynslan hefur sýnt að margir hafa áhuga á og vilja styðja þá
viðleitni, að halda til haga húnvetnskum fróðleik. Til móts við þá
menn, vill ritið ganga. A síðasta ári stækkaði það nokkuð og frétta-
þáttur þess var aukinn. Birt voru minningarorð um látna héraðs-
búa á fyrra ári, annáll veðurfars o. fl. Þessu verður haldið áfram og
getúr ritið á þennan hátt, er stundir líða fram, orðið mikilsvert
heimildarrit.
Enn freraur vill ritið verða vettvangur hvers konar ritsmíða Hún-
vetninga, ungra og gamalla. Það vill birta sögur, Ijóð, vísur, frá-
sagnir og hugmyndir þeirra og allan gamlan og nýjan fróðleik, sem
því er trúað til og það hefur rúm fyrir.
Að þessu sinni er það nokkru stærra en í fyrra, en ekki þótti fært
að stækka það meira vegna kostnaðar. Verður því nokkuð af efni,
sem borizt hefur að bíða.
Sú nýbreytni er tekin upp að kynna með nokkrum orðum þá, er
skrifa í ritið. Ekki hefur tekizt að afla nægra upplýsinga um þá alla
og bið ég þá velvirðingar á því í von um, að hægt verði að bæta úr
því næsta ár.
Saga U.M.F. Vorboðans birtist í þessu hefti, ásamt allmiklu efni
úr félagsblaði þess félags. Var nokkur vandi á höndum um val þess,
þar sem mikið af því er skrifað af ungmennum. Var þó nær allt, er
ritnefnd Vorboðans hafði valið, tekið til birtingar og þakka ég
henni ágætt samstarf.
Eg vil enn fremur þakka öllum þeim, er hafa sent ritinu efni svo
og öðrum velunnurum þess.
Stefán Á. Jónsson.