Húnavaka - 01.05.1967, Page 8
6
HÚNAVAKA
átt sér stað og á sér stað í öðrum héruðum. Þau liata látið margt
manna — líkt og um herkvaðningu væri að ræða.
Nú er sannleikurinn sá, að mér virðast íslendingar varla eins
bundnir átthögum sínum 05 t. d. Norðmenn. Fd til \ill hetur sá
hluti þeirra, sem var ævintýragjarnastur einmitt sótt til íslands,
líkt og E. Benediktsson kveður um Egil:
Hans víkingslund þráði landnámsheiminn
á langfeðga ætternið hvikul og gleymin.
Annars kann ég eina dæmisögu um sanna átthagaást, og hún er
JÓN EYÞÓRSSON er fæddur 27.janú-
ar 1895 að Þingeyrum, þar sem for-
eldrar hans, Eyþór Benediktsson og
Björg Jósefína Sigurðardóttir, hófu bú-
skap á jarðarparti vorið 1893. Voru
|>au, og fleiri frumbýlingar þar. leigu-
liðar Jóns Asgeirssonar, nnz hann seldi
jiirðina Hermanni Jónassyni 1896.
Næsta ár bjó Evþór að Tindum, en
fluttist þá að Hamri á Bakásum og
bjó þar til 1929. Er Jón því alinn upp
á Hamri. Hann lauk gagnfræðaprófi á
Akureyri 1914, stúdentsprófi í Reykja-
vík 1917 og cand. mag. prófi frá Osló-
arháskóla 1923. Starfaði sem veðurfræðingur í Björgvin 1921 — 1926, síðan
í Veðurstofu Islands til 1. september 1965. — í hjáverkum hefur hann
unnið að rannsóknum íslenzkra jökla og veðurfars fyrr og síðar, annazt
ritstjórn Arbókar Ferðafélags íslands um mörg ár, samið, þýtt og gefið
út allmargar bækur, þar á meðal lýsingar Húnavatnssýslu vestan og aust-
an Gljúfrár, 1958 og 1964 í Arbók Ferðafélagsins. — Fyrri kona hans, 21.
júní 1921, var Kristín Vigfúsdóttir frá Vatnsdalshólum, d. 24. júlí 1946.
Eignuðust þau sex börn, og eru fjögur á lífi. Síðari kona, 14. september
1949, Ada Violet Holst cand. pharm., en þau skildu 1958.