Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 9
HÚNAVAKA
norsk: A einu góðu heimili í Osló var vetrarstúlka, ung og talleg,
ættuð ofan af Heiðmörk. Nú líður tíminn og nálgast jólin. Þá er
Inga litla af Heiðmörk send út í búð til að kaupa kálfskjöt í jóla-
matinn, og svo er henni trúað fyrir að steikja það á aðfangadag. Nú
bregður húsfreyja sér fram í eldhús að líta eftir steikinni. Þar
stendur þá stúlkan álút yfir pönnunni og hrynja tárin niður kinn-
arnar á steikina. Húsfreyja var góðhjörtuð kona og segir: „Nei,
iivað er að sjá þig, Inga mín, ertu lasin, eða hefur kærastinn \erið
vondur við þig! Því ertu að gráta?“ „Það er ekkert, snökti Inga,
ekki annað en að slátrarinn sagði, að kálfurinn hefði verið ofan af
Heiðmörk, og þegar ég lét kjötið á pönnuna, fannst mér eins og
kálfurinn væri náskyldur mér, — og þá fór ég að skæla.“
Þegar ég fór að hugleiða, hvað ég ætti helzt að segja um Húna-
þing í kvöld, varð mér fyrst fyrir að leita að einhverri skáldlegri lík-
ingu eða ljóðlínum til að leggja út af. Þetta hef ég oft heyrt menn
gera, satt að segja með misjöfhum árangri. Nágrannar okkar geta
gripið til „Skin við sólu....“, „Eyjafjörður finnst oss....“ og
„fílessuð sértu sveitin míri', en engar slíkar perlur eru helgaðar
Húnaþingi, og gegnir það furðu, þar sem flest stórskáld landsins eru
Húnvetningar, að minnsta kosti að langfeðgatali, ef trúa má Föður-
túnum Páls Kolka.
En sem ég hugleiddi þetta, kom svo gersamlega óboðið upp í
minni mínu gamall og lítt skáldlegur húsgangur, sem ég veit engin
deili á. En tildrög hans kvað vera, að Húnvetningur og Borgfirð-
ingur voru að karpa og fara í mannjöfnuð. Þá kvað Húnvetningur:
Borgfirðingar bera sig að
beita ganglimonum.
Borgfirðingur botnaði:
En Húnvetningar standa í stað
og státa af langöfonum.
Gott og vel! því skyldum við þá ekki státa svolítið af langöfum
okkar, þegar við minnumst Húnaþings. Og því ætla ég nú að rifja
hér upp lífshlaup tveggja Húnvetninga, sem voru uppi á öldinni