Húnavaka - 01.05.1967, Page 10
HÚNAVAKA
sem leið. Þið hafið heyrt þeirra getið, en saga þeirra er á margan
iiátt svo furðuleg, að lnin tekur flestum ævintýrum fram.
Sagan liefst árið 1825. Þá hefur Guðmundur Olafsson nýlega tekið
við búi á föðurleifð sinni, Vindhæli á Skagaströnd. Hann er líka
nýkvæntur prestsdóttur frá Hofi í sömu sveit, Ingibjörgu Arnadótt-
ur, hálfsystur (óns Arnasonar þjóðsagnahöfundar. Þetta ár er Guð-
mundur skipaður hreppstjóri í Vindhælishreppi, en skorast þegar
undan þeirri vegtyllu, með því að hann sé ekki nógu vel skrifandi;
þó kæmi þetta til mála, ef fón í Höfnum yrði skipaður með sér.
A þetta gat amtmaður, Cirímur Jónsson, fallizt, en þá neitaði Guð-
mundur eftir sem áður.
Nú hófst hörð deila. Björn Blöndal sýslumaður undi slíkri ó-
hlýðni illa og amtmaður engu betur. Fór sýslumaður heim til
Guðmundar og kvaðst mundu dæma hann í dagsektir, 4 merkur
silfurs lyrir dag hvern, sem hann þrjózkaðist.
,,Það dregur þá heldur“, varð Cfuðmundi að orði, en Blöndal
gerði fjárnám í búi hans og lagði hald á 80 ríkisdala virði í lausaté
og búsgögnum. Stóð heimilið þá næsta snautt uppi af daglegum
áhöldum, en nágrannar gáfu eða lánuðu hið nauðsynlegasta.
F.n Guðmundur lét ekki undan. Hann skrifaði Grími amtmanni
og bað hann leysa sig frá hreppstjórastarfinu. Við það var ekki
komandi, og var amtmaður hinn reiðasti. Þá skrifaði Guðmundur
beint til konungs og bað liins sama. Það bréf gekk vitanlega um
greipar Ciríms amtmanns, og er fráleitt hann væri tillögugóður í
garð Guðmundar.
Svo liðu tvö ár. Þá kom svar frá kóngi þess efnis, að Ciuðmundur
skyldi að vísu vera hreppstjóri og gjalda 10 rd. sekt fyrir þver-
móðsku, en sleppa við dagsektir. Þessi úrskurður barst Grími amt-
manni, og sendi hann þegar með eftirrit af honum vestur að Vind-
hæli. En Guðmundur kvaðst ekkert mark taka á slíku amtmanns-
plaggi, og væri það ekki neitt konungsbréf. Fór sendimaður við
svo búið, en amtmaður varð að senda í annað sinn norðan frá
Möðruvöllum vestur að Vindhæli og þá með sjálft konungsbréfið.
— Þá gaf Guðmundur upp vörnina og tók við hreppstjórastarfi, —
tign, sem færri fengu en vildu á þeim árum.
En íleira óvenjulegt átti eftir að drífa á daga þessa einþykka Hún-
vetnings.