Húnavaka - 01.05.1967, Síða 11
HÚNAVAKA
9
Um þær mundir eða litlu síðar en Guðmundur gerðist hrepp-
stjóri, vistaðist tvítug stúlka að Vindhæli, Þórdís Ebenezerdóttir,
ættuð af Vatnsnesi. Hún hafði áður ráðizt vinnukona hjá Þorbergi
bónda á Sæunnarstöðum í Hallárdal, ungum ekkjumanni. Hann
var smiður góður, en þó öllu meiri kvennamaður. Með honum
eignaðist Þórdís son, en varð síðan að hrökklast á brott, því að
Þorbergur bóndi gekk þá að eiga aðra blómarós vestan úr Mið-
firði. — Eftir nokkra hrakninga lenti Þórdís á Vindhæli. Hún var
talin fríð sýnum, há og grönn með mikið jarpt hár, liðað í vöngum,
vel eygð og björt yfirlitum. Vel var hún verki farin og rösk til
starfa.
Eftir að Þórdís vistaðist á Vindhæli, bar brátt- á því, að hún
kom betur skapi við húsbóndann en húsfreyju. Þau Guðmundur
og Ingibjörg áttu fimm börn. Elzta dóttirin hét Ingibjörg, en yngst-
ur var Davíð og 10 ár milli þeirra. Ingibjörg þessi varð síðar
móðir Guðmundar prófessors Magnússonar, en Davíð varð prestur
að Hofi í Hörgárdal. Sonur hans var Olafur Davíðsson orasafræð-
ingur og þjóðsagnahöfundur. en dóttursonur séra Davíðs var Davíð
skáld Stefánsson frá Fagraskógi.
Nú verð ég að gera langa sögu stutta. Þegar Þórdís hafði verið
3—4 ár á Vindhæli, var svo komið, að Ingibjörg húsfreyja þóttist
ekki geta unað vistinni lengur, tók sig upp með þrjú yngstu börnin
óg fór Iitlu síðar suður að Kirkjuferju í Olfusi til séra Þórðar, bróð-
ur síns, er þar bjó.
Þórdís var eftir á Vindhæli og tók við búsforráðum. En nú skall
hann á fyrir alvöru. Hvorki sóknarprestur né sýslumaður gat látið
sambúð þeirra Guðmundar og Þórdísar afskiptalausa. Og nú hófst
ný barátta Guðmundar á Vindhæli við yfirvöldin. Eftir réttarhöld
og vitnaleiðslur kom sú skipun frá amtmanni, að flytja Þórdísi í
5 mílna fjarlægð frá Vindhæli til þess að fyrirbyggja lmeykslanlega
sambúð þeirra Guðmundar. Ekki skeytti Guðmundur banninu. Er
jafnvel sagt hann hafi gert fylgsni nokkurt, þar sem Þórdís gæti
dulizt, ef atför yrði gerð að honum.
Enn er sagt, að Blöndal sýslumaður liafi gefið Guðmundi það
ráð að leita skilnaðar við eiginkonu sína, láta Þórdísi frá sér í
þrjú ár, og mundi hann þá geta kvænzt henni átölulaust. Þetta
féllst Guðmundur á og kom Þórdísi norður að Heiði í Göngu-
skörðum. En Þórdís undi þar lítt og taldi ekki eftir sér að hlaupa