Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 12
10
HÚNAVAKA
vestur yfir Kolugafjall fyrsta veturinn, og áður en árið var liðið,
var hún alkomin að Vindhæli á nýjan leik. — Hins vegar tókst
Guðmundi að fá skilnað frá konu sinni, enda var hún þá þegar
öðrum heitin þar syðra.
Þóttist Guðmundur þá frjáls að Jdví að ganga að eiga Þórdísi,
en nú var svo komið, að enginn þjónandi prestur þorði að gefa
þau saman, enda lagði prófastur blátt bann við því. Stóð þetta í
stappi um hríð.
Auðsætt er, að Guðmundur hefur verið vinsæll í héraði og samúð
manna verið með þeim Þórdísi, en gegn ofríki yfirvaldanna. Því er
það, að fjórir vel metnir bændur í sveitinni taka sig saman um að
koma Guðmundi í hjónaband og gerast svaramenn hans. Foringi
Jaeirra, Sigurður Árnason í Höfnum, var maður stórgáfaður og
slunginn málafylgjumaður. Annar var Þorbergur á Sæunnarstöðum,
barnsfaðir Þórdísar. En nú voru góð ráð dýr.
Norður í Skagafirði var uppgjafaprestur, bláfátækur og kominn
um áttrætt, Sölvi Þorkelsson að nafni. Til hans er gerður sendi-
maður með bréf og skilríki og 30 spesíur í beinhörðum peningum
ásamt tilmælum um að koma vestur með sendimanni og gefa þau
Guðmund og Þórdísi saman. Þetta var rétt fyrir páska 1845, og
voru þá liðin um 15 ár frá því að Þórdís vistaðist fyrst á Vindhæli.
Sölvi prestur varð við þessu. Hann messaði á Hofi á Skagaströnd
föstudaginn langa og lýsti með þeim Þórdísi og Guðmundi, en
hjónavígslan skyldi fara fram í Spákonufellskirkju 2. páskadag.
Um þessar mundir var ekki sveitasími, en fréttir voru samt
fljótar að kvisast. Prófasturinn í Glaumbæ í Skagafirði, Halldór
jónsson, fékk pata af ferðum séra Sölva, svo að hann sendi hrað-
boða á fund Jóns prófasts í Steinnesi og varaði hann við ráðabrugg-
inu.
Jón prófastur sendi þegar út að Vindhæli með bréf til Sölva
prests og fyrirbauð honum harðlega að vinna þetta prestverk í
sínu prófastdæmi. Sendimaður kom páskadagskveld að Vindhæli,
var vel tekið og hvorki sparaður við hann matur né brennivín.
Sofnaðist honum því vel og svaf langt fram á morgun. Þegar hann
reis úr rekkju var heimilisfólk farið til kirkju fyrir góðri stund.
Sölvi prestur söng messu sem hvatlegast, lýsti tveimur lýsingum með
hjónaefnum og var að hefja vígsluna, er sendimaður prófasts gekk
í kirkjuna og lagði bréfið til Sölva á altarishornið. En prestur lét