Húnavaka - 01.05.1967, Page 14
12
HÚNAVAKA
fyrirmyndir að hyggindum og skörungsskap, heldur af því hversu
sérstæð hún er, öfgafull eins og ævintýri, 1 itríkari og tilþrifameiri
en velflestar skáldsögur.
Jafnframt hef ég rifjað upp lítinn þátt úr mannlífinu í Húna-
þingi eins og það gat spunnizt fyrir 100 árum, þegar langafar okkar
og ömmur voru í blóma lífsins, rifjað upp — „svo þeir, sem ungir
eru, megi skilja hið innra stríð, er liðnir tímar dylja“ — svo ég fái
að láni stef Davíðs Stefánssonar, sonar-dóttur-sonar Guðmundar
á Vindhæli.
Ég hef rifjað þennan mannlífsþátt upp sem tilbreytingu, af Jrví
að ég veit, að óþarft er að hamra á því við sérhvert tækifæri, að
Vatnsdalur er dala fegurstur og Miðfjörður fjarða búsældarlegastur.
Þetta vitum við (>11 svo ofurvel og erum stolt af því, en því vil ég bæta
við, að Viðiclalsfjall er eitthvert fegursta fjall landsins og dverga-
smíði þess meistara, er land vort skóp. — Takið vel eftir því, þegar
þið eigið leið fram hjá því, og sem flest ættuð joið að bregða ykkur
upp á einhverja gnípu þess og horfa yfir Húnaþing. — Það er ykkur
betra en nokkur tækifærisræða.
Síðast en ekki sízt hef ég rifjað upp þátt þeirra Guðmundar og
Þórdísar á Vindhæli til þess að minna á höfundinn, Magnús Bjöms-
son a' Syðra-Hóli ('-þ 1963), sem skráð hefur ævintýri þeirra af framúr-
skarandi frásagnarsnilli og nærfærni. — Þegar ég minnist hans og
fleiri ágætra fræðimanna og rithöfunda í héraðinu, þá hlýnar mér
í hjarta og þykir sannur heiður að því að vera líka upp vaxinn í
Húnaþingi og telja mig Húnvetning.