Húnavaka - 01.05.1967, Page 15
SR. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
/
Menningararfur Islendinga
Erindi flutt 1. des. 1966 i Félagsheimilinu d Blönduósi, nokkuð stytl.
Enn einu sinni er fyrir oss runninn upp 1. desember. Þessi dagur,
sem um langa hríð hefur verið fullveldisdagur íslendinga. Það
verður varla sagt að umgerðin að þessum degi væri fögur né glæsi-
leg. Hafís hafði girt landið 1917. Katla hafði gosið 12. október
1918, en um það var sagt, er það bar við 1755.
Undur yfir dundu,
ofan úr Kötlugjá.
Um fjöll og græna grundu,
grátlegt var að sjá.
Mörgum fannst þar austurfrá, að þeir væru að lifa upp, að nokkru,
hina voðalegu Skaftárelda. En Reykvíkingar sáu aðeins glampann,
er sló á himinhvolfið upp úr eldgjánni, er nauðir manna voru
mestar þar austur frá.
Þá kom önnur plága í kjölfar þessarar, hin spánska veiki, er
mjög geisaði um Suðvesturland, svo að af varð mikill mannfellir,
PÉTUR Þ. INGJALDSSON er fæddur 28. janúar 1911 á Rauðará við
Reykjavík. Foreldrar hans voru Ingjaldur Þórðarson frá Eyhól í Kjós og
Guðrún Pétursdóttir frá Skildinganesi. — Lauk prófi í guðfræði í janúar
1938. Veitt Höskuldsstaðaprestakall 1941 og hefur þjónað því síðan. —
Eftir hann hafa birzt greinar og frásagnir allviða, m. a. í Kirkjuritinu,
bókum um húnvetnsk fræði og í blöðum.