Húnavaka - 01.05.1967, Síða 16
14
HÚNAVAKA
einkum í Reykjavík. Þess-
ar plágur voru eins og loka-
þáttur þess hildarleiks, er
geisað hafði um árabil, sem
var hin fyrri heimsstyrjöld.
Dýrtíð og nokkur vista-
skortur hafði komið í kjöl-
far hennar. En það varð
þjóð vorri einkum til
bjargar, að hún átti skip til
að flytja varnað frá Ame-
ríku.
Þetta varð undirstaða
þess, að við erum fullvalda
ríki, ásamt því, að þá var
sú alda upprunnin, að
þjóðerni skyldi vera undir-
staða frelsis þjóðanna.
Um leið og Danir voru
að taka við Suður-Jótlandi,
bar þeim skylda til að gefa
oss frelsi.
Það er sagt að 1918 hafi það verið uppi í hugum manna, að
þjóð vor ætti að heimta menningararf sinn frá Dönum, en eigi
jrótti þá fært, að fara upp með það, að krefjast handrita vorra og
forngripa.
Sá maður, sem mikil áhrif hafði á samningana 1918, var Jón
Magnússon, forsætisráðherra, er ólst upp á Hofi á Skagaströnd í
bernsku sinni. Hann var eigi í sambandslaganefndinni, en mun
hafa ráðið því, að hún starfaði í Reykjavík, og bjuggu dönsku
fulltrúarnir hjá honum.
Jón Magnússon þótti maður djúpvitur. Árið 1919 veitti stjórn
hans íslenzkum skjalavörðum styrk til að dvelja í Höfn, og rann-
saka skjöl í Ríkisskjalasafninu danska og Árnasafni, er var eins
og undirbúningur þess, að 1924 setti Jón Magnússon fram þá kröfu,
að samningur væri gerður um skjalaskipti milli landanna, sem
sumum kom á óvart, því að þeir héldu að Danir ættu ekkert hjá oss.
Þetta varð eins og dánarbúi væri skipt, milli útarfa. En fyrir
Sérn Pétur Þ. Ingjaldsson.