Húnavaka - 01.05.1967, Page 17
HUNAVAKA
15
bragðið að þessi háttur var hafður á, vannst ótrúlega mikið fyrir
íslendinga. Uppskeran varð meiri heldur en íslenzku nefndarmenn-
irnir bjuggust við, þeir Einar Arnórsson og Hannes Þorsteinsson.
Fengu íslendingar þá Harboeskjöl, jarðabækur og 1000 bækur og
skjalaböggla úr Ríkisskjalasafni Dana, árið 1926.
Þessir nefndarmenn höfðu líka uppi kröfur um bréfabækur bisk-
upa, þingbækur sýslumanna og mörg önnur handrit úr Árnasafni.
Eigi fékkst það, og stóð þar meðal annars á móti Finnur Jónsson
prófessor, að sögn Hannesar Þorsteinssonar, en hann sagði m. a. um
Jressi mál: „En þeim kröfum verður ekki sleppt og bíða þær síðari
og hentugri tíma.“
Og viti menn, sú hentuga tíð kom eftir 40 ár, eða jafnlangan
tíma og ísraelsmenn voru að komast til fyrirheitna landsins. Því
að nú sjá Islendingar þess fyrst merki í fullri alvöru, að þessi menn-
ingararfur komi heim.
Enda þarf engan að furða á slíku. Þrá íslendinga til að fá hand-
ritin heim er jafngömul ósk þeirra um frelsi.
Á þessu hefur oft örlað í stjórnmálabaráttu vorri, þó aldrei greini-
legar en er hið svonefnda Rask-hneyksli varð, er sýndi þá hve
þungur róður þetta var.
Fyrir tæpum 80 árum átti Rasmus Kristján Rask 100 ára afmæli,
sá er stofnaði Hið íslenzka bókmenntafélag, til að kenna íslend-
ingum og útlendum mönnum að meta handrit vor og koma þeim
á prent. í hófi því er íslendingar héldu í Höfn, var sungið kvæði
Þorsteins Erlingssonar skálds um Rask. Kvæði þetta er þrjú erindi,
fyrst er lýsing á hinum bágu kjörum Jrjóðar vorrar, áður en íslenzk
endurreisn hófst um tungu vora. Annað erindið um skipti herra-
þjóðarinnar við hjáleiguna úti á íslandi, sem er á þessa leið.
Því fátt er með Dönum, sem gæfan oss gaf,
og glöggt er það enn, hvað þeir vilja.
Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af,
það orkar ei tíðin að hylja:
svo tókst þeim að meiða ’ana meðan hún svaf
og mjög vel að hnupla og dylja,
og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf
— það gengur allt lakar að skilja.
Síðasta erindið í kvæðinu var sem fagurt erfiljóð eftir Rask.