Húnavaka - 01.05.1967, Síða 18
1(»
HÚNAVAKA
En það, sem vakti einkum úlfaþytinn var orðalagið „hnupla og
dylja“. er þýtt var „stjæle og hæle“. Skáldið, Þorsteinn Erlingsson,
hætti námi upp úr þessu, en um hug manna lieima á Islandi má
geta þess, að honum var send frá Islandi pennastcing úr rostungs-
tönn, gullbúin. Finnur Jónsson, háskólakennari, er var íorstöðu-
maður samsætisins, var liætt kominn vegna síns embættis. F.rjur
urðu með íslenzkum stúdentum hér, af því oft hefur bróðurkær-
leikurinn verið takmarkaður þeirra í milli. Oss þarf því eigi að
undra, þótt það líði 22 ár milli lýðveldisstofnunar og Jressarar
lausnar, Jtví að það var ekkért áhlaupaverk að sækja þessa fjársjóði
í hendur Dana.
Hefur hin síðari ár, deilan snúizt milli lærðra safnmanna á ís-
landi og í Danmörku.
En hávaðinn af fólki í Danmörku vissi lítið um hvað var deilt,
Jrótt nokkur hluti þess hefði lesið íslendingasögurnar á dönsku.
En er þessar kröfur urðu háværari hjá íslendingum um handritin,
má geta þess, að hópur lýðháskólakennara í Danmörku, sendi á-
skorun um að skila aftur handritunum. Þetta var til góðs þessu
máli. En Jress má geta, að íslendingur, að nafni Bjarni M. Gíslason,
er lýðskólakennari í Ry á Jótlandi. Hann er Vestfirðingur, stundaði
sjómennskti frá fermingu til 24 ára aldurs. Fór hann þá utan, og
var á lýðskóla í Danmörku og hefur síðan verið kennari og rithöf-
undur Jrar í landi.
Það er sagt, að frá 1947 hafi hann mjög helgað sig þessu máli.
Hafi hann haldið ræður og skrifað meira um þetta mál en nokkur
annar íslendingur, haldið fyrirlestra víða um Danmörku, og gefið
út bækur um þetta mál.
Þá vaknar spurningin meðal vor, yfir hverju erum vér að gleðj-
ast og jrví er Jretta engum meira fagnaðarefni en Húnvetningum,
því að þeir koma liér mikið við sögu að fornu og nýju.
Vér skulum standa fyrst fótum í nútíðinni.
Ný afstaðin eru mikil flóð á Ítalíu. Fjöldi þjóða ætlar að hjálpa
til að bjarga því, sem hægt er af listaverkum borga þar í landi,
málverkum, höggmyndum og handritum. Þetta er menningararfur
ítölsku þjóðarinnar frá liðnum öldum, list til að læra af fyrir aðrar
Jrjóðir.
Er Jressu eigi líkt farið meðal vor? Fjöldi erlendra vísindamanna
hafa dáðst að ritleikni og fróðleik íslendinga, og sumir komið til