Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 19
H U N A V A K A
17
að sjá sögustaði vora, t. d. úr N'jálu og Laxdælu o. s. frv. F.n í raun-
inni er fátt hjá oss að sjá, ef vér viljmn sjá handaverk mannanna
á sögustöðum. Því hefur líka verið haldið fram að, jrar sem vér
vorum jress eigi umkomnir að skrá sögu vora í byggingum sem
aðrar þjóðir, þá hafi jrað örvað oss til að rita söguna á bókfell.
Dæmi jtess má telja Þorvaldar sögu víðförla, er vér vitum að
var sonur bóndans á Stóru-íiiljá í Þingi, en alinn upp á Spákonu-
felli á Skagaströnd. F.kkert minnir nú á tilvern þessa manna, ef
arfsagnir væru eigi til, nema Gullsteinn, er vér sjáum utanvert
við veginn, hjá Stóru-Giljá, sem ármaður bóndans bjó í, en hvarf
á braut við vígslur þeirra Þorvaldar og Friðriks biskups.
Þó er talið að elzta ntannvirki sé í Húnaþingi — Iiorgarvirki.
Við endurvígslu þess, flnttí próf. Sigurður X'ordal frá F.yjólls-
stöðum í Vatnsdal ræðu, sem mér er all minnisstæð. Man ég eitt
úr ræðu hans, en guð má vita hvort ég fer rétt með það. Hann
sagði frá því, að einhverju sinni fóru í fylgd með honum útlendir
menn, lærðir í norrænum fræðum. Þeir vildu með eigin augum
líta sögusvið sagna vorra. Hann lét bifreiðina nema staðar á holtinu
í grennd við Mel í Miðfirði, svo að jreir mættu líta yfir landið
fríða. Það brá undrunarsvip á þessa ferðalanga. Hvað gat verið
hér að sjá, gátu verið hugsanir þeirra. En það tók að lyftast á þeim
brúnin, er hann í máli sínu skýrði þeim frá, að hér mætti líta
sögusvið margra Íslendingasagna.
Hversu má vera að Húnaþing er svo sagnaauðugt? Það hefur
verið sagt að iðja sú, sem iðkuð er, þroski menn að manndómi
á slíku sviði. Má þar til nefna smíðalist manna í Stranda- og Skafta-
fellssýslum, en þar var gnótt allar aldir til fanga um efnivið, eður
sjómennsku, meðal kynslóðanna, öld af öld í verstöðvum jressa
lands.
F.n þetta nær til fleiri sviða, svo sem bókiðju, er mjög var iðkuð
á tveimur höfuðbólum Húnaþings, Breiðabólstað í Vesturhópi og
Þingeyraklaustri. F.n klaustrið var frægt fyrir bókmenntalíf. Þar
voru frægir sagnritarar, svo sem Karl ábóti, Oddur Snorrason og
Gunnlaugur Leifsson.
Því er eigi að furða, þó að vér eigum vel gerðar frásagnir úr
Húnaþingi. En þetta hefur haldizt við um Húnvetninga, t. d.
mesti bókaiðjumaður Lútherstíðar, Guðbrandur Þorláksson, var
úr Húnaþingi.