Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 20
18
HÚNAVAKA
Og jaeir menn, sem hafa grundvallað íslenzk fræði hér heima á
þessari (ild með kennslu í norrænum fræðum, og þar með gert oss
hæfa til að taka við handritum vorum, eru háskólakennararnir,
Björn M. Olsen frá Þingeyrum og Sigurður Nordal frá Eyjólfsstöð-
um. Má af þessu marka hver hlutur Húnvetninga er í þessu máli.
Þeim er fleira til lista lagt, en slá grænar grundir, eður draga fisk
úr sjó.
Ahrif munkalífsins á Þingeyrum, telja sumir gæta meðal Hún-
vetninga í hneigð Jreirra á bókmenntasviðinu og í læknisfræði. En
því fór þessi arfur vor úr landi og dvaldi svo lengi með Dönum?
Það er algengt á blómatímum Jrjóða, að óviðjafnanleg listaverk skap-
ist, er halda gildi sínu um aldur og ævi. Hitt er og, ef að fátækt og
erlend áþján sækir þjóðirnar heim, ásamt nýjum menningarstraum-
um, þá fari margt forgörðum af hinu sígilda eða lendi til herraþjóð-
arinnar, er hefur fullar liendur fjár til að greiða fyrir Jressa gripi,
og getur veitt sér þann munað að eiga þá.
Glögg dæmi um Jtetta segja menn söfn víða í Evrópu. Þetta var
líka hlutskipti Jrjóðar vorrar, á hennar erfiðu árum. Hvergi voru
söfn til að geyma slíkar bækur, nema biskupsstólarnir og á einstaka
höfðingjasetri. Erlendir auðmenn í stétt bókasafnara, höfðu ásókn í
handrit vor, og þá líka konungur er réð sér íslenzka sagnritara.
Arni Magnússon, sem Arnasafn er kennt við, hafði rnikla þrá að
upplagi til bókasöfnunar, og fékk til þess óviðjafnanlegt tækifæri,
er hann var að viða að sér í jarðabókina. Enda bar öllum að sýna
honum skjöl við dómkirkjur, klaustur og eins aðrir er eitthvað áttu,
tregðulaust.
Arni Magnússon hafði snemma mikinn hug á að kaupa bækur og
handrit, en til þess þurfti mikið fé. Það varð honum til styrktar að
hann kvæntist efnaðri söðlasmiðsekkju. Kona þessi var við aldur,
svo hjónaband þeirra var barnlaust, og því á valdi Arna Magnússon-
ar að ráðstafa safni sínu.
Hann hafði séð fyrir sér, að mag. Brynjólfur Sveinsson biskup,
hafði gefið konungi merk handrit, og líka hitt, hversu safn biskups
tvístraðist. Mun það hafa bezt geymzt, er Árni Magnússon náði í.
Margir hafa áfellzt Árna Magnússon fyrir að gefa safn sitt Kaup-
mannahafnarháskóla, en varla getur það talizt rétt á þeim tíma. Þar
mátti vænta að væri góður staður til varðveizlu, og eitthvað yrði
gefið út af þessu.