Húnavaka - 01.05.1967, Side 23
H Ú N A V A K V
21
að streyma, mismunandi hratt <)« mismunandi tær, allt eltir ])\ í
hver forðinn er, sem á hak \ ið hýr. Morg'unn lílsins höfum vér öll
lifað, þegar hjartir og tiIt(>lulega áhyggjulitlir dagar streymdu Iram
úr djúpi tímans, og hver nýr dagur var efni nýrrar tilhliikkunar.
nýrrar lífsreynslu og nýrrar áhyrgðar, sem \ ið hiilum hlakkað til að
þreyta afl okkar við og sigrast i.
Sigrar hafa líka unnizt, hardagar hala tapazt, gleði og vonhrigði
hafa gagntekið okkur, en alltaf hel'ur rofað lyrir nýjum degi á ný
líkt og nú, þegar skammdegið er óðum að líða og við göngum mót
hækkandi sól og vori. ()g enn lyllumst við gleði og guðmóði yfir
því, að lífið er þrátt fyrir allt: „Harpa með helgan streng, sem hlær
og grætur."
A sl. vori, þegar hafþcik voru lyrir Xorðurlandi og landsins forni
fjandi, hafísinn, var orðinn landfastur \ ið Skaga og hingeyrasand.
streymdu Inigir allra Húnvetninga heim ;i fornar slóðir, þar sem við
lifðum okkar fyrsta vor. Fyrir utan eigin haráttu í hlíðu og stríðu
varð okkur hugsað til lífsharáttu fölksins, sem í þúsund ár háði har-
áttu sína við óhlíð náttúrucifl í moldarkofum, hlöðnum úr torfi og
arjóti við yzta haf. hetta fólk hafði í þrotlausri haráttu sinni \ið
elda og ísa aðlaðað sig svo öllum kringumstæðum, að það ekki ein-
ungis þreyði af þorrann, heldur notaði það starfsþrek sitt, lífsreynslu
og afhurða gáfur til þess að skapa ódauðleg lista\erk, og skrá þau á
hækur úr kálfskinni, svo að nú linnst ekkert annað hliðstætt á allri
heimshyggðinni.
Mennirnir, sem sátu loppnir við grútartýrur í torfkofunum héldu
áfram að skrifa, svo lengi sem þeim enn þá var hlýtt um hjartað,
eins og Halldór Laxness orðaði það svo fagurlega í frægri ræðu,
unnu störf sín í kyrrþey, án þess að gera kaupkröfur eða heimta
listamannalaun, að maður nú ekki tali um höfundarrétt. Þessir
menn voru margir hverjir svo lítillátir, að þeir settu ekki einu sinni
nöfn sín við listaverk sín, og afleiðingin af því er svo sú, að nú hrjóta
menn heilann um og leiða ýmsar getgátur hér um, sem ef til vill
eru réttar, en kunna eigi að síður að vera rangar. Þessir hógværu
menn, vissu ekki, að þeir voru að skapa ódauðleg listaverk, og þar
með skipa þjóð sinni um ókomin ár og aldir sess í heimsbókmennt-
unum. En allt um það eru þó höfundar margra íslendingasagna
kunnir.
Við hliðina á borgfirzka bóndanum, Snorra Sturlusyni, ber einna