Húnavaka - 01.05.1967, Page 24
22
H Ú N A V A K A
hæst nafn Jóns Hálfdánarsonar í Víðidalstnngu. Hið stórbrotna verk
hans, sem illu heilli hefur í nútímamáli hlotið nafnið Flateyjarbók,
vegna þess að hún hraktist burt úr Húnaþingi og komst í eigu Jóns
Finnssonar, bónda í Flatey á Breiðafirði, sem síðar gaf hana Brynjólfi
Sveinssyni, biskupi í Skálholti, en hinn konungholli biskup gaf hana
síðan Friðriki III Danakonungi, en síðan hefur þetta öndvegisrit
verið landflótta á danskri grund rúmlega 3 aldir.
A ofanverðnm þjóðveldistímannm voru íslenzk bændabýli hinar
einustu menntastofnanir, sem Jrjóðin átti. Þannig var Víðidalstunga
og síðar Þingeyrar, eftir að klausturhald hófst þar svo og Breiðabóls-
staður í Vesturhópi samskonar menntasetur fyrir Húnavatnssýslur
og raunar allt Norðurland, eins og Reykholt, Haukadalur, Oddi,
Leirá og Hrappsey voru fyrir sína landshluta.
Er vér nú minnumst Húnavatnssýslu í dag, tel ég að væntanleg
heimkoma Flateyjarbókar, sem skilgetins afkvæmis liéraðs okkar, sé
sá atburður, sem einna hæst ber. Þetta er mál, sem varðar jafnt unga
sem aldna, mál sem hafið er yfir alla flokkadrætti og dægurþras,
hlýtur að vera sameign allra Húnvetninga. Eg vil því skjóta þeirri
hugmynd hér fram, hvort eigi væri tiltækilegt, að Húnvetningar
heiman úr héraði svo og aðrir Húnvetningar búsettir annars staðar
á landinn, mnndn eigi sjá sér fært að fjölmenna til skips, þegar dýr-
gripur Jressi kemur að landi eftir meira en 3ja alda útivist.
Einnig vildi ég nefna, hvort eigi væri tiltækilegt, að Húnvetn-
ingar legðu nokkuð af mörkum til varðveizlu Jressa frábæra dýrgrips
svo og annarra handrita húnvetnskra, sem væntanleg eru heim, með
því t. d. að skjóta saman í eldtrausta geymslu, sem ef til vill gæti
einnig um leið verið sýningarskápur utan um þessi miklu verðmæti.
Ef þessari lnigmynd yxi fiskur um lirygg og hún væri talin lífvænleg,
vil ég gjarnan ríða á vaðið og lofa sem framlagi frá mér óbrjótanlegu
og eldtraustu gleri í hirzlu þessa. Að sjálfsögðu þyrfti að ræða mál
Jretta við stjórn Handritastofnunar íslands, ef til kæmi.
Húnvetningafélagið hefir áður sýnt svo að ekki verður um villzt,
að það hefir góðan skilning á varðveizlu Jrjóðlegra verðmæta og
menningarlegra. Nefni ég þar til dæntis merka bókaútgáfu, stofnun
Þórdísarlundar, endurbyggingu Borgarvirkis og drög að byggða-
safni.
Á þessum tímum efnishyggju, eigingirni og áróðurs, eins og þeim
sem nú tröllríða íslenzku þjóðlífi, veitir sannarlega ekki af að sækja