Húnavaka - 01.05.1967, Page 25
HÚNAVAKA
2:5
kjölfestu í fjársjóði tímans og reynslunnar. Þegar okkur er ságt eirin
daginn, að svart sé hvítt og öfugt, þegar okkur er sagt, að kvikmyndir
sem sjónvarpað er frá Suðurnesjum séu sjáendum hættulegri en hlið-
stæðar kvikmyndir sýndar á sýningartjöldum víðsvegar um landið og
jafnvel að bruggun á léttu öli í landinu geti riðið uugum og öldnum
að fullu á sama tíma og fluttar eru inn allar tegundir af sterku
áfengi sem fáanlegar eru á heimsbyggðinni og seldar án nokkurrar
takmörkunar, er gott að eiga í hjarta sínu einhversstaðar athvarf,
ef það mætti hjálpa til þess að farast ekki úr andlegum horfelli.
Þess vegna ber öllum hugsandi mönnum skylda til þess að huga
vel að sínum andlega gróðurreit, og það verður aðeins gert með því
að vera vökull í varðveizlu gamalla verðmæta og tengja þannig
fortíð og samtíð við framtíðina.
Eg minnist þess nú, að nokkru fyrir brotthvarf minnar ágætu,
húnvetnsku móður, áttum við tal saman um alvarleg málefni. Þessu
samtali lauk með þessum orðum móður minnar: „Hugsaðu vel um
garðinn þinn, Hannes minn.“ Þessi orð voru töluð í óeiginlegri
merkingu, en hversu oft hefir mér fundizt síðar, að þau gætu verið
töluð útúr hjarta okkar sameiginlegu ættmóður, Húnavatnssýslu,
og gætu þá nokkuð breytt hljóðað eitthvað á þessa leið:
„Húnvetningur góður, hyggðu vel að þínum gróðurreit,
hver sem hann er, en gleymdu aldrei ætt þinni, uppruna
eða tungutaki."
Góðir Húnvetningar og gestir. Samkvæmt gamalli og góðri venju
hyllum við heimabyggð okkar með ferföldu húrrahrópil