Húnavaka - 01.05.1967, Page 27
HÚNAVAKA
liann komnmanni og býður sæti. Við setjumst og röbbum saman eða
réttara sagt; ég fræðist um svipmyndir úr liðinni sögu og finn, að
það er glöggt minni, sanngirni og hógværð, sem vísa mér veginn
inn í liorlna tíð.
Er þér ekki margt minnisstætt frá bernsku þinni?
Nei, nei, blessaður vertu. betta gekk allt slétt og fellt.
Þangað til lífsbaráttan tók við?
Ég get ekki sagt að ég hafi háð neina harða lífsbaráttu. Alltaf var
nóg að borða. F.kki neitt hallæri, sem ég man eftir. Það voru sára-
fáir Blöndósingar, sem ekki höfðu alltaf nóg að borða. Þeir voru
handbendi \erzlunarinnar og Pétur Sæmundsen hugsaði alltaf um
að sitt lólk helði nóg. Hann var sérstakur maður.
Jóliann Möller kaupmaður deyr haustið 190S og þá hallaði fljótt
undan læti lyrir Möllersverzlun. Hann halði átt verzlun bæði hér
og á Hvammstanga. Synir hans taka \ið. Jóhann á Hvammstanga og
Olafur hér. Olafur var kominn í þrot 1908, en deyr þá úr heima-
komu. Þá \ar allt komið á kaf í ábyrgðir og skuldir — ekkert eftir.
Skuldirnar voru það miklar að þeir, sem fengu húseignirnar, höfðu
stór óþægindi af.
Hvað var margt fólk hérna, þegar þú komst hingað?
Ég hugsa að það hafi verið um 100 manns og þar af yfir 30 innan
\ið fermingu.
Hverjir settu mestan s\ ip á bæinn?
Það voru eðlilega verzlunarmennirnir, sem mest bar á. Sæmund-
sen-bræður, Möllersbræður og svo sýslumaðurinn, Gísli Isleifsson,
sem var mikill félags- og gleðskaparmaður. F.innig bar mikið á Böðv-
ari Þorlákssyni, sem þá var sýsluskrifari.
H\að um kaupfélagið?
Þegar ég man fyrst, \ar vörunni skipt niðri í fjöru. Bændurnir
koma með hesta og taka vöruna. Litla húsið (fyrsta kaupfélagshiis-
ið, sem stendur enn) var notað til að \ikta sundur þær vörur, sem
þeir gátu ekki fengið í heilum kössum eða pokum.
Fengu þeir lögg með vörunni?
Nei, ég \ issi ekki til að það kærni brennivín frá útlandinu til
kaupfélagsins. En ég \ issi menn slá sér saman og panta það sunnan
úr Reykjavík. Vín var selt í báðum verzlununum meðan Möller
lifði, en Möllersbræður hættu því og eftir það er það aðeins hjá
Híöepner eða allt til 1915.