Húnavaka - 01.05.1967, Síða 29
HÚNAVAKA
27
Var róið frá Blönduósi?
Já, alltaf öðru hverju fram milli 1930 og 40. Fyrir aldamótin var
nokkuð mikil útgerð liéðan, en hún hvarf alveg með Möller heitn-
um. Líklega hafa verið fiski 1 eysisár rétt fyrir aldamótin og eyðilagt
útgerðina. Möllersverzlun átti 3 báta og hjá Höepfner voru til 4 bát-
ar, sem gengu á lisk eftir að ég kom. Þeir voru allir sexmannaför, en
dálítið misstór.
Jóhann Möller gerði út í F.yjarnesi, til Jress að vera nær fiskimið-
unum og átti þar skúr og salt. Eg man eftir að 1905 er flutt síðasta
saltið, sem hann átti þar eftir og þá barst þeim á hérna í ósnum og
báturinn sökk undir þeim. Saltinu hafði verið mokað í bátinn, og
þegar alda reið yfir, rann lnin út í saltið og ekki hægt að ausa. Tveir
mennirnir flutu á árum út og var dálítið seinlegt að finna þá, því að
niðaþoka var. Hinir björgnðust á kjöl, af því að báturinn velti sér
við.
Það var einkennileg tilviljun 1908, þegar Zöllner kaupmaður var
fluttur um borð í Vestu, að það valdist sinn maðurinn frá hverri
verzlun staðarins, sem voru 4 starfandi þá, undir árar og vinnu-
maður sýslumannsins undir stýri. Það var að ganga í sjóinn og Zölln-
er þorði ekki að vera í landi um nóttina. Þeir fórust allir á leiðinni
í land, en þá var komið myrkur.
Urðu fleiri sjóslys hér?
Sveinn heitinn í Enni var að fara með öðrum manni út í bát á
Blöndu og lentu þeir illa á bátnum. Þessi litla kæna, sem þeir voru
á, sekkur undir bátinn og svo rekur hana út í ós, út á rif. Maðurinn,
sem með honum var — Laxa-Þórður — sleppti aldrei taki á bátnum
og bjargaðist, en Sveinn sást aldrei koma upp.
Sveinn var merkisbóndi, þjóðhagasmiður, en sérlundaður. Það
var lians verknaður að Blönduós var byggður fyrir innan. Hann
vildi ekki leyla kaupmönnunum að byggja í sínu landi. Það yrði
svo mikill átroðningur á jörðinni, en Enni átti þá allt land ofan að
sjó. Seinna, þegar kaupfélagið kom, leigði liann því og til að forð-
ast allan átroðning lét hann það hafa sérstakt land fyrir hesta, sem
það átti og girða og halda við.
Var ekki mikil laxveiði þar?
Það var ekki laxveiði í Enni, þegar ég kom til Blönduóss. Á hörðu
árunum 1882—90 hverfur allur lax. Ár eftir ár hefur allur lax, sem
gengið hefur í Svartá og Bliindu drepizt, því að ruðningarnir voru