Húnavaka - 01.05.1967, Side 34
HÚNAVAKA
:S2
Ég byggði minn leik eiginlega alltai upp á því að reyna að láta
líta eins út og að ég hugsaði setningarnar, sem ég átti að segja. Þá
kom hitt allt af sjálfu sér.
Hver var lyrsti leikstjórinn?
Þá var ekki talað um leikstjóra. Það þekktist ekki jiað orð. Allir
æfðu og léku í samstarfi.
Fyrsti maður, sem stjórnar leik hér, er Kristján Arinbjarnar,
læknir. Það var Skugga-Sveinn, sem liann stjórnaði lyrst og liann
hafði lesið hann svo vel áður að liann þurfti ekki bók — kunni hann
utanbókar. Kristján var fyrstur til að koma mönnuni hér í skilning
um, livað J:>að væri að stjórna leik.
Hver t(')k við af honum?
Það var Tómas. Hann hafði brennandi áhuga á leik.
Hvaða leikrit eru þér minnisstæðust?
Þau eru fyrir mér öl 1 eins, jregar ég luigsa sjálfur um þau. Ann-
ars hafa verið flutt hér mörg góð leikrit. Ég veit ekki hver hala gert
mesta lukku — jressir ,,farsar“ eða \ itleysa geta gert svo mikla lukku,
bara með látæði. Það sem sýnt er getur aldrei átt sér stað — og þá
má fara eins langt og fólkið vill.
Þú hefur séð Blönduós vaxa?
Já, og nú er hann eins og lygasaga. Það er eiginlega óskiljanlegt
að þetta allt skuli hafa vaxið upp á 20 árum. Stærsta breytingin á
Blönduósi er eftir 1947. Áður var allt af vanefnum gert. Hitt er
annað mál, að mér finnst fólkið ekkert ánægðara heldur en það var
meðan lífs])ægindin voru ekki eins mikil.
Það var t. d. fram undir 1940 að Blöndósingar lifðu á því hvað
húsnæðið var lélegt. Fjöldinn allur af mönnum komst af með 1i/£
kílówatt af rafmagni, til allra hluta í sínu lnisi, og kílówattið af j)\ í
kostaði 120 krónur yfir árið. Þá er barizt um skipavinnuna — henni
jafnað niður — og hæsta útkoma í skipum inilli 1930 og 1940 eru
300—360 kr. á ári.
1933 Jnegar rafveitan hjá Sauðanesi er reist, er almenna kaupið
45 aurar á klst. Þá er skurðurinn grafinn um veturinn og tekinn
upp á „akkorð“. Við höfðum 47 aura á klst. upp úr því og þótti
óskaplega gott. Þó var ekki reiknuð ein einasta ferð upp eftir og
niður eftir, heldur aðeins vinnutíminn, sem unnið var í skurðin-
um. Stundum fengum við bíl, en oft urðum við að ganga. Þá óx
engum í lnig að ganga spölkorn til vinnu. Þarna var með okkur