Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 35
HÚNAVAKA
33
maður um sjötugt, Guðmundur Hjálmarsson, afi Hjálmars Eyþórs-
sonar. Hann labbaði þetta og hann settist upp á ruðninginn á móti
golunni til að borða — einkennilegt að allir skriðu í skjól nema
Guðmundur.
Var ekki mikil mótekja áður en rafmagnið koin?
Jú, óhemju ntikil. Það sagði líka einn mótekjumaðurinn að það
væri bara ekki liugsanlegt að fá þetta rafmagn, því að þá yrði engin
atvinna við mótekju.
Það mátti reikna með því að hvert heimili þyrfti 2—3 daga til
mótekju. Flestir notuðu mó til upphitunar og eldunar að mestu
leyti. Menn höfðu ekki efni á að kaupa kol nema með.
Þegar ég kem liingað er mórinn borinn út um mýrarnar í hiind-
unum eða á handbörum. Þá er ekki til nema ein hestakerra á Blöndu-
ósi, en þrennar hjólbörur. Kerran var ekki notuð til annars en bera
á Möllerstúnið og sækja vatn í þvott einstaka sinnum. Vatnsmálin
voru lengi það versta hér. Vatnið var tekið úr drullukeldum og
Blöndu. Það var indælis vatn úr Blöndu, eftir að liún fraus. Til
þvotta var það merkilega gott. Þegar ausið var upp í tunnu settist
leirinn á botninn, svo að vatnið var orðið tárhreint eftir klukkutíma.
Það er ekki fyrr en 1920 að vatn kemst í livert hús. 1906—1908
er það lagt í nokkur hús, hjá kaupmanninum, lækninum og ein-
staka stórborgara. Svo er verið að „mingra“ þessu út, en það var
álltaf með semingi, að það fékkst að tengja hús við.
Af vinnandi fólki voru fáar fjölskyldur, sem þágu af sveit. Ein-
hvern veginn klúðraðist það áfram. Aftur voru geysilegar skuldir
við verzlanirnar. Það hélzt alla tíð meðan selstöðuverzlanir voru.
Skuldirnar voru oft miklu meiri en möguleikar voru á að menn
gætu borgað, en þeir unnu fyrir verzlanirnar fyrir mjög lágt kaup
og það var ekki eins strangt með tíma þá og nú, svo að í raun og
veru er skaði verzlunarinnar enginn. Ég er hræddur um að margur
maðurinn Iiafi ekki fengið tímann sinn strangt reiknaðan á þeim
árum.
Fyrst þegar ég kom er 12 tíma vinna. Það fer ekki að vaxa áhugi
hjá mönnum fyrir vinnu, fyrr en vegavinna byrjar hér 1912. Fram
að þeim tíma er kaup 20 eða 25 aurar fvrir beztu menn. Eftir 1912
er lágmark 25 aurar. Þegar vegavinna hefst eru mönnurn boðnar
2.50 kr. á dag fyrir 10 thna vinnu yfir vorið, en 3 kr. ef það er yfir
sláttinn líka.