Húnavaka - 01.05.1967, Page 36
:54
H ÍI N A V A K A
Þetta er fyrsti vísirinn að því að menn fari að fá sæmilegt kaup.
Settu sýslufundarmennirnir ekki svip á staðinn?
Jú, mikinn, mjög mikinn og það var í raun og veru eina veru-
lega skemmtivikan, sem var hér. Stærstu mál sýslufundar þá, voru
litsvarskærur og Jrær voru allar sendar skrillega. Það var talin ákaf-
lega mikil skemmtun að fara og lieyra, Jregar Jaær voru lesnar upp.
Algengt var að bændur framan úr sveitum kæmu til að hlusta á.
Sumir komu og fluttu mál fyrir sig og aðra, en Jrað voru ekki nema
málsnjallir menn. Meðan sýslufundurinn var fyrir alla Húnavatns-
sýslu, stóð hann venjulega 12—14 daga og alltaf á aðra viku eftir að
sýslunni var skipt, ]r. e. a. s. á meðan útsvarskærur heyrðu undir
sýslufund.
Það var oft býsna langt gengið í sumum þessum kærum. Þær voru
varla lesandi. Einu sinni reiddist Bogi sýslumaður ógurlega. Hann
vildi láta alla óviðkomandi fara út og loka fundi meðan kæra var
lesin. Það var þannig að ungur maður hafði trúlofað sig og vildi fá
lækkun á útsvari vegna Jress að hann liefði þurft að kaupa hring-
ana og í Jrá hefðu farið mörg dagsverk. Oddvitinn skrifaði á móti
og var býsna berorður, svo að ósiðlegt þótti.
Þarna voru ræðuskörungar eins og Árni í Höfðahólum og Lúð-
vík Knudsen á Bergsstöðum, frændi hans. Lúðvík var einn af allra
skemmtilegustu mönnum, heldur lítill vexti, en ákaflega glæsilegur
ásýndum, vel máli farinn, síkvikur og fjörugur og alveg laus við
alla rætni. Þórarinn á Hjaltabakka var ilugmælskur og gat sett fram
skoðun sína í svo fáum orðum og skýrri hugsun að það tók hann
engan tíma. Hann liélt aldrei langar ræður. Málskrúðið hjá Árna
á Geitaskarði var óskaplegt og hann var oft svo háfleygur að erfitt
var að fylgjast með. Jón í Stóradal var skemnrtilega mælskur.
Var veitingasala á Blönduósi á þeinr tíma?
Já, veitingasala er frá því Blönduós er byggður og fram til 1914—
15. Þá leggst hún niður, þegar veitingakonan, senr verið hafði hérna
allan tímann, andaðist. Hún var Sigríður móðir Jóhanns Kristjáns-
sonar. Kristján var nú kallaður „vert“, þó að hún stjórnaði Jrví öllu.
Eftir það var engin veruleg greiðasala fyrr en „rútan“ fer að ganga,
nema bara í húsum. Það var helzt Þuríður, kona Skúla Benjamíns-
sonar, sem tók á móti gesturn lengra að. Þegar ,,rútan“ fer að ganga
byrjar hér veitingastörf í samkomuhúsinu Ingibjörg Ólafsdóttir,
hálfsystir Stefáns frá Gili og svo kemur Oli ísfeld á Kvennaskólann.