Húnavaka - 01.05.1967, Page 39
SNORRI ARNFINNSSON:
Heimleié á höréu vori
Veturinn 1919—1920 verður Ilestum ógleymanlegur, er hann
lifðu. Þann vetur var ég nemandi á Hvanneyrarskóla. Þegar skóla
lauk um vorið fór ég gangandi heim til mín. Það ferðalag var nokk-
uð sögulegt og eru mér minnisstæð ýmis atvik þess, þótt liðin séu
46 ár. Skal ég nú reyna að segja ferðasöguna í stórum dráttum. Við
lögðum upp frá Hvanneyri 6 saman, þrír Vestfirðingar og þrír Norð-
lendingar, þar af einn langferðamaður. Hinir voru allir skólasvein-
ar. Brottfarardagurinn var 2. maí. Allir vorum við vel búnir til
göngunnar, á nýjum leðurskóm, sem við höfðum látið gera okkur á
Hvanneyri, en Halldór skólastjóri seldi okkur skæðin og kostaði
parið fimm krónur. Ekki man ég nú, hvort við greiddum blessuðum
þjónustunum okkar eitthvað fyrir skógerðina, en skórnir dugðu vel
á langri göngu. Við hófum ferðina upp úr hádegi. Þá var allt undir-
lendi Borgarfjarðar ísilagt, en byrjað að votta fyrir aurbleytu á
melbörðum og holtum. Stutt fyrir framan Hvanneyri stendur bær-
inn Bárustaðir. Er þangað kom, þurfti einn okkar að skreppa þang-
SNORRI ARNFINNSSON er fæddur á Brekku í Nauteyrarhreppi í
Norður-ísafjarðarsýslu, 19. júlí 1900, og átti jjar heima fyrstu 30 ár ævi
sinnar. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Jónsdóttir, ættuð úr Dala-
sýslu, og Arnfinnur Jens Guðnason, frá Arnardal við Skutulsfjörð. —
Búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1921. Vann við Iandbúnaðarstörf og
var bóndi á Brekku í 3 ár. Keypti hótelið í Borgarnesi 1939 og rak það
í 4 ár. Stofnaði Hótel Blönduós árið 1943 og rak það til 1962. Tók mik-
inn þátt í félagsmálum og var um tíma formaður Ungmennasambands
A.-Hún. — Kona hans er Þóra Sigurgeirsdóttir og eru þau nú búsett
á Blönduósi.